Hver þorir að eignast barn í Reykjavík? Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 08:01 Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Árið 1991 var mamma vinar míns að opna fyrirtæki þegar hún varð ólétt af honum. Hún gat leyft sér mánaðarfrí í kjölfar fæðingarinnar en síðan varð hún að taka barnið með í vinnuna þar til hann varð nógu gamall til að fara til dagforeldris. Börn byrjuðu þá yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en um 2 ½ - 3 ára og einungis einstæðir foreldrar fengu leikskóladvöl í heilan dag. Fyrir foreldra í sambúð eða hjúskap bauðst bara hálfur dagur, sem segir sitt um þær væntingar sem gerðar voru til foreldra eða réttar sagt, mæðra. Nú er öldin önnur og ekki er hjúskaparstaðan lengur til fyrirstöðu heldur áratugalangt ráðaleysi hjá meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkurborgar. Þegar ég átti frumburðinn minn fyrir 12 árum heyrði ég fyrst loforðið um leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Samfylkingin hafði þá tekið við stjórn borgarinnar og til stóð að leggja niður dagforeldrakerfið því að þess í stað kæmu ungbarnaleikskólar. Því miður virðist engu skipta með hvaða flokki meirihlutasamstarf Samfylkingarinnar er: Vinstri Grænum, Pírötum, Viðreisn, Besta flokknum, Bjartri framtíð eða Framsókn, alltaf reynist verkefnið þeim ofviða. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn boðaði fyrir síðustu kosningar nýjar og fjölbreyttari lausnir í þágu þess að efna þetta loforð varð borgarfulltrúa Pírata ekki um sel og hóf þá að ásaka Sjálfstæðisflokkinn um lygar og tækifærismennsku. Leikskólavandinn væri alveg við það að fara leysast eins og fyrri árin og Sjálfstæðisflokkurinn væri bara að reyna að stela þeirra árangri. Augljóslega varð engum árangri stolið af Pírötum, vandinn er enn óleystur, enda hefur aldrei verið útlit fyrir endanlega lausn á honum í áætlunum borgarinnar. Píratar geta því haldið áfram að lofa úrbótum sem þeir efna aldrei. Frjálslynd viðhorf leysa vandann. Ekki forræðishyggja og einsleitni Sú stefna að grafa undan dagforeldrastéttinni hefur gengið ágætlega hjá öllum borgarstjórnarmeirihlutum Samfylkingarinnar síðan 2010 og nú er staðan orðin sú að börn fá hvorki pláss hjá dagforeldri né í leikskóla. Í kjölfarið hafa foreldrar fundið sig neydda til að hörfa af atvinnumarkaðnum eða minnka við sig vinnu, líkt og árið 1991. Það kostar þessi heimili 3,9 milljónir króna að meðaltali í töpuðum launatekjum. Til að bregðast við þessu lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að greiða þeim fjölskyldum sem eru fórnarlömb loforðasvikanna mánaðarlega 200.000 kr. í biðlistabætur. Því barneignir í Reykjavík eiga ekki að verða til þess að festa fjölskyldur í fjárhagslegri spennitreyju. Í þessu kristallast munurinn á hugmyndafræði allra vinstri meirihlutanna í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokksins. Okkar hugmyndafræði byggir á því að þjónustuþörfum fjölskyldna sé best mætt með frjálslyndi að leiðarljósi. Við viljum ekki ákveða fyrir fjölskyldur hvernig þau ráðstafa degi barna sinna heldur að tryggja að þeim mæti fjölbreytt framboð á möguleikum tildagvistunar svo fjölskyldur hafi raunverulegt val. Framþróun á sviði dagvistunar þarf að geta svarað ólíkum þörfum. Einhverjar fjölskyldur vilja helst hafa börn sín á leikskóla á meðan aðrar vilja frekar hafa börn sín hjá dagforeldri. Það er munur á milli dagforeldra eins og leikskóla og einhver dagforeldri gætu ákveðið að bjóða upp á sértækari þjónustu en þá sem leikskólar geta boðið upp á. Ef við styðjum við fjölbreytt framboð af möguleikum til dagvistunar tryggjum við jafnframt að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Það á ekki að refsa foreldrum fjárhagslega fyrir að fá pláss hjá dagforeldrum og þess vegna lögðum við í Sjálfstæðisflokknum fram tillögu um að hækka niðurgreiðslur til dagforeldra svo kostnaðurinn sé til jafns við leikskólagjöld. Síðastliðinn áratug hafa forræðishyggja og einsleitni vinstri meirihlutans í borgarstjórn einkennt alla stefnumörkun í málefnum dagvistunar. Það er komin tími á frjálslynd viðhorf í dagvistunarmálum í Reykjavík því að áframhald á þessari braut eru skilaboð til foreldra um að hætta sér ekki í barneignir. Höfundur er Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun