Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. ágúst 2022 21:42 Alexander Aron var svekktur þegar hann gekk af velli með engin stig í kvöld. Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. „Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum. Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
„Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum.
Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12