Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 07:53 Gunnar Smári fer hörðum orðum um fjármálaráðherra í aðsendri grein á Vísi Vísir Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. „Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann. Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
„Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann.
Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00