Gæti liðið að goslokum á næstu dögum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. ágúst 2022 12:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Vilhelm Dregið gæti að goslokum á næstu dögum að mati eldfjallafræðings þar sem hraunflæðið nálgast lágmarksþröskuld. Lokað er inn á svæðið í dag vegna veðurs Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu. Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á Reykjanesi líkt og víðar. Þar með er ekkert útivistarveður á gosslóðum í Meradölum og hefur svæðinu verið lokað á meðan veðrið gengur yfir. Á meðan mallar gosið í einrúmi. Dregið hefur verulega úr hraunflæði sem mælist í besta falli þriðjungur af því sem var. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir flæðið þó virðast nokkuð stöðugt. „Framleiðnin virðist vera að haldast á þessu bili og ef við horfum á það sem gerðist í nótt var það heldur meiri drifkraftur en var í gær í til dæmis,“ segir Þrovaldur. Framleiðni í gosinu er rétt ofan við krítísk mörk og því gæti senn liðið að goslokum.vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að framleiðnin sé stöðug er hún við ákveðinn lágmarksþröskuld. „Ef framleiðni fer mikið niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu er orðið mjög erfitt að halda gosopinu opnu. Og framleiðnin, eins og hún er í dag, er að nálgast þessi krítísku mörk.“ Líkt og oft áður ríkir óvissa um framhaldið en Þorvaldur segir goslok þó mögulega nærri. „Ef ég á að giska þykir mér líklegra að það dragi að lokum fljótlega, kannski eftir einhverja daga eða viku. Eitthvað svoleiðis. En hinn möguleikinn er líka alveg til staðar. Að gosið haldi áfram í einhverjar vikur eða mánuði.“ Bráð úr hrauninu sem rann úr gosinu í fyrra hefur verið að kreistast út vegna þunga frá nýja hrauninu, sem þekur nú ríflega einn ferkílómeter. Þorvaldur bendir á að hraunið sem myndaðist í fyrra sé um fjörutíu metra þykkt og því mjög lengi að kólna. „Kjarninn í því hrauni er enn bráðinn og það tekur áratugi að kæla slíkt hraun niður. Þessi þyngsli voru bara nægilega mikil til þess að brjóta gat á skropuna á hrauninu í suðaustanverðum Meradölum og þrýsta þessari bráðnu kviku upp,“ segir Þorvaldur sem því mælir alfarið gegn göngu á gamla hrauninu.
Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira