„Við græðum bara á því“ Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 16:46 Ástrós Trausta er ekkert að kippa sér upp við neikvæðar athugasemdir á kommenta kerfinu. Stöð 2 Í kvöld verður fyrsti þátturinn af LXS frumsýndur á Stöð 2 en dansarinn Ástrós Traustadóttir er ein af þeim stelpum sem hafa opnað dyrnar að lífi sínu fyrir áhorfendum. Vísir fékk að heyra meira af því hvernig tilfinningin sé að þátturinn sé að fara í loftið en Ástrós segist vera sultuslök fyrir stóra kvöldið. Yndislegar stundir „Ég er alveg sultuslök, miklu meiri spenningur en eitthvað stress,“ segir hún fyrir frumsýningu þáttanna sem fara í loftið í kvöld. Hún segir þetta farið að vera svolítið raunverulegt þar sem aðrir séu loksins að fara að sjá þættina. View this post on Instagram A post shared by LXS (@lxsforever) „Það er búið að vera sjúklega gaman að taka upp. Við erum búnar að eiga yndislegar stundir saman að gera þá og það er það eina sem skiptir máli,“ segir hún. „Okkar upplifun var jákvæð og vonandi skín það bara í gegn.“ LXS Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu. Nýtt og örlítið ógnvekjandi Aðspurð hvernig tilfinningin sé að hleypa áhorfendum svona inn í líf sitt segir Ástrós það ekki fá mikið á sig: „Þetta er klárlega nýtt og pínu ógnvekjandi en samt á mjög jákvæðan hátt. Það er miklu meira sem fólk fær að sjá í LXS en á Instagram. Meira af okkur, lífinu og persónuleikunum okkar.“ Stelpurnar hittust fyrr í dag og eru spenntar að deila þáttunum með áhorfendum.Stöð 2 Ekkert leikið Þegar hugmyndin að þáttunum kom fyrst upp á borðið fannst þeim hún spennandi en það var ekki fyrr en eftir að hafa hitt framleiðendur þáttanna, hjá Ketchup Creative, sem Ástrós var alveg sannfærð. „Eftir fundinn með þeim hugsaði ég bara: Vá geðveikt því þá kom í ljós að við fengum að ráða þessu alveg sjálfar. Við gátum passað að þetta væri 100% raunverulegt, ekkert set up og ekkert leikið sem skipti okkur mestu máli,“ segir hún um áherslurnar. „Okkur langaði að þetta væri blanda af The Real Housewives og The Kardashians og við náðum að framkalla þá stemningu í þessum þáttum,“ segir hún um innblásturinn. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Slakar fyrir frumsýningunni „Ég myndi segja að við séum frekar slakar,“ segir Ástrós um stemninguna fyrir kvöldinu hjá hópnum. „Ég var persónulega mjög stressuð fyrir forsýningarpartýinu því það var í fyrsta skipti sem einhver annar en við sá þættina en eftir það urðum við allar rólegri. Þá heyrðum við fólk hlæja og fengum jákvæð viðbrögð svo það hjálpaði taugunum fyrir kvöldið í kvöld,“ segir hún. Forsýningarpartý þáttanna var haldið á sunnudaginn á Bankastræti Club. „Við ætlum örugglega bara að kúra heima í kvöld og horfa á þáttinn með okkar fólki því við erum búnar að horfa allar saman í partýinu og búnar að fagna saman og þetta er ekta dagur til þess að hafa það kósí upp í sófa.“ View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Kannski smá drama „Ég myndi segja að fyrsti þáttur sé kynning á okkur og okkar vinskap. Áhorfendur fá aðeins að komast inn í lífið okkar og síðan taka við allskonar djúsí ferðir í framhaldinu. Við fórum líka í skemmtilegar kennslur og prófuðum helling af nýjum hlutum. Og svo er kannski smá drama, eins og fylgir stórum karakterum eins og við erum.“ Viðbrögð annarra skipta engu máli Ástrós segir þau viðbrögð sem þátturinn hefur verið að fá fram að þessu mest megnis jákvæð. Hún segir þá sem hafa eitthvað neikvætt að segja oftast halda sig á kommenta kerfum á netinu en hún segir þær ekki fylgjast með því. „Það er alltaf einhver sem hefur eitthvað neikvætt að segja en engin af okkur er að skoða kommenta kerfin svo það er ekki að hafa nein áhrif á okkur,“ þar að auki telur hún þá umfjöllun ekki skemma fyrir þeim: „Því fleiri komment sem umfjöllunin er að fá því lengra fer fréttin svo það böggar okkur ekki neitt, við græðum bara á því.“ LXS Tengdar fréttir Myndaveisla: LXS partý Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar. 15. ágúst 2022 20:45 Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“ 9. ágúst 2022 12:10 LXS raunveruleikaþættir á leiðinni Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu. 28. júlí 2022 12:26 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Yndislegar stundir „Ég er alveg sultuslök, miklu meiri spenningur en eitthvað stress,“ segir hún fyrir frumsýningu þáttanna sem fara í loftið í kvöld. Hún segir þetta farið að vera svolítið raunverulegt þar sem aðrir séu loksins að fara að sjá þættina. View this post on Instagram A post shared by LXS (@lxsforever) „Það er búið að vera sjúklega gaman að taka upp. Við erum búnar að eiga yndislegar stundir saman að gera þá og það er það eina sem skiptir máli,“ segir hún. „Okkar upplifun var jákvæð og vonandi skín það bara í gegn.“ LXS Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu. Nýtt og örlítið ógnvekjandi Aðspurð hvernig tilfinningin sé að hleypa áhorfendum svona inn í líf sitt segir Ástrós það ekki fá mikið á sig: „Þetta er klárlega nýtt og pínu ógnvekjandi en samt á mjög jákvæðan hátt. Það er miklu meira sem fólk fær að sjá í LXS en á Instagram. Meira af okkur, lífinu og persónuleikunum okkar.“ Stelpurnar hittust fyrr í dag og eru spenntar að deila þáttunum með áhorfendum.Stöð 2 Ekkert leikið Þegar hugmyndin að þáttunum kom fyrst upp á borðið fannst þeim hún spennandi en það var ekki fyrr en eftir að hafa hitt framleiðendur þáttanna, hjá Ketchup Creative, sem Ástrós var alveg sannfærð. „Eftir fundinn með þeim hugsaði ég bara: Vá geðveikt því þá kom í ljós að við fengum að ráða þessu alveg sjálfar. Við gátum passað að þetta væri 100% raunverulegt, ekkert set up og ekkert leikið sem skipti okkur mestu máli,“ segir hún um áherslurnar. „Okkur langaði að þetta væri blanda af The Real Housewives og The Kardashians og við náðum að framkalla þá stemningu í þessum þáttum,“ segir hún um innblásturinn. View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Slakar fyrir frumsýningunni „Ég myndi segja að við séum frekar slakar,“ segir Ástrós um stemninguna fyrir kvöldinu hjá hópnum. „Ég var persónulega mjög stressuð fyrir forsýningarpartýinu því það var í fyrsta skipti sem einhver annar en við sá þættina en eftir það urðum við allar rólegri. Þá heyrðum við fólk hlæja og fengum jákvæð viðbrögð svo það hjálpaði taugunum fyrir kvöldið í kvöld,“ segir hún. Forsýningarpartý þáttanna var haldið á sunnudaginn á Bankastræti Club. „Við ætlum örugglega bara að kúra heima í kvöld og horfa á þáttinn með okkar fólki því við erum búnar að horfa allar saman í partýinu og búnar að fagna saman og þetta er ekta dagur til þess að hafa það kósí upp í sófa.“ View this post on Instagram A post shared by Astros Traustadottir. (@astrostraustaa) Kannski smá drama „Ég myndi segja að fyrsti þáttur sé kynning á okkur og okkar vinskap. Áhorfendur fá aðeins að komast inn í lífið okkar og síðan taka við allskonar djúsí ferðir í framhaldinu. Við fórum líka í skemmtilegar kennslur og prófuðum helling af nýjum hlutum. Og svo er kannski smá drama, eins og fylgir stórum karakterum eins og við erum.“ Viðbrögð annarra skipta engu máli Ástrós segir þau viðbrögð sem þátturinn hefur verið að fá fram að þessu mest megnis jákvæð. Hún segir þá sem hafa eitthvað neikvætt að segja oftast halda sig á kommenta kerfum á netinu en hún segir þær ekki fylgjast með því. „Það er alltaf einhver sem hefur eitthvað neikvætt að segja en engin af okkur er að skoða kommenta kerfin svo það er ekki að hafa nein áhrif á okkur,“ þar að auki telur hún þá umfjöllun ekki skemma fyrir þeim: „Því fleiri komment sem umfjöllunin er að fá því lengra fer fréttin svo það böggar okkur ekki neitt, við græðum bara á því.“
LXS Tengdar fréttir Myndaveisla: LXS partý Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar. 15. ágúst 2022 20:45 Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“ 9. ágúst 2022 12:10 LXS raunveruleikaþættir á leiðinni Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu. 28. júlí 2022 12:26 Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
Myndaveisla: LXS partý Forsýningarpartý raunveruleikaþáttanna LXS fór fram á Bankastræti Club þar sem glamúrinn var allsráðandi. Í veislunni voru tveir fyrstu þættirnir sýndir og skálað var fyrir verkefninu. Margt var um manninn og voru gestir klæddir sínu fínasta pússi en stjörnur kvöldsins voru án efa LXS píurnar. 15. ágúst 2022 20:45
Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS Fyrsta stiklan úr raunveruleikaþáttunum LXS hefur verið birt. Í henni má sjá brot úr ferðalögum áhrifavaldanna þar sem Magnea kemur meðal annars með þá fleygu setningu: „Everything is planned out from A to Ö.“ 9. ágúst 2022 12:10
LXS raunveruleikaþættir á leiðinni Nýir íslenskir raunveruleikaþættir þar sem fylgst verður með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í LXS vinkonuhópnum eru væntanlegir á Stöð 2 í haust. Hópurinn samanstendur af þeim Birgittu Líf, Ástrós Trausta, Magneu Björg, Sunnevu Einars og Ínu Maríu. 28. júlí 2022 12:26