Telur svigrúm til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. ágúst 2022 22:30 Stefán Ólafsson er sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. sigurjón ólason Svigrúm er til að hækka lægstu laun um ríflega þrettán prósent að mati sérfræðings í vinnumarkaðsrannsóknum. Fullyrðingar fjármálaráðherra um lítið rými til launahækkana séu villandi. Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“ Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Forsætisráðuneytið kynnti nýverið tvær greinargerðir sem unnar voru fyrir þjóðhagsráð, þar sem sérfræðingar komust að þeirri niðurstöðu að takmarkað svigrúm væri til launahækkana. Fjármálaráðherra vitnaði í þessar greinargerðir eftir ríkisstjórnarfund í síðustu viku. „Ef við ætlum að fara þá leið að allir fái launahækkun sem nema verðbólgunni og ætli síðan að áskilja sér kaupmáttaraukningu ofan á það, þá liggur fyrir að við erum að tala um svona tíu til ellefu prósenta launahækkanir sem auðvitað gengur ekki,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi þann 9. ágúst. Verðbólgan stjórni ekki öllu Sérfræðingur hjá Eflingu segir þessar fullyrðingar villandi, þar sem verðbólga stýri ekki svigrúmi til launahækkana. „Við erum að benda á það að það sem öllu máli skiptir fyrir svigrúm er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukningin, hvoru tveggja er í góðu standi á Íslandi. Fimm prósent hagvöxtur og tvö prósent framleiðniaukning sem á að skila sér í kaupmáttaraukningu alveg óháð verðbólgu,“ sagði Stefán Ólafsson, sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum hjá Eflingu. Enda sé verðbólgan núna ekki af völdum launahækkana heldur sé hún innflutt og vegna húsnæðisverðhækkana. 13,8 prósent hækkun lægstu launa Stefán hefur framreiknað það líkan sem notað var í síðustu lífskjarasamningum og tekið inn það verðbólgustig sem nú er. „Og fáum það út að 52 þúsund króna flöt krónutöluhækkun á þessu ári myndi skila svipaðri útkomu og var samkvæmt módeli lífskjarasamningsins. Þetta myndi þýða 13,8% launahækkun lægstu launa. Stefán segir að tekið skal fram að þessir útreikningar séu aðeins dæmi um hvernig stilla megi upp forsendum og útfærslu launahækkana í kjarasamningum. Ekki sé um kröfugerð Eflingar að ræða. Flöt krónutöluhækkun komi best út fyrir þá lægst launuðustu. „En þetta þýðir líka, eins og við gerum þetta þarna, að kaupmáttur þeirra sem er á meðallaunum hann helst, þeir sem eru þar fyrir ofan, hærri tekjuhóparnir þar rýrnar kaupmáttur aðeins.“
Kjaramál Vinnumarkaður Fjármál heimilisins Stéttarfélög Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira