Glæpur gegn mannkyni Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun