Efins um sviptingar þrátt fyrir Íslandsmet í haldlagningu á kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2022 11:39 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsóknina unna með Lögreglunni á Suðurnesjum, héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra auk þess sem erlend lögregluyfirvöld hafi lagt hönd á plóg. vísir/arnar Yfirlögregluþjónn efast um að haldlagning á um hundrað kílóum af kókaíni hafi áhrif á íslenskan fíkniefnamarkað. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins. „Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25