Efins um sviptingar þrátt fyrir Íslandsmet í haldlagningu á kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. ágúst 2022 11:39 Grímur Grímsson yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir rannsóknina unna með Lögreglunni á Suðurnesjum, héraðssaksóknara og ríkislögreglustjóra auk þess sem erlend lögregluyfirvöld hafi lagt hönd á plóg. vísir/arnar Yfirlögregluþjónn efast um að haldlagning á um hundrað kílóum af kókaíni hafi áhrif á íslenskan fíkniefnamarkað. Fjórir eru í haldi lögreglu vegna málsins. „Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
„Ég held ég megi segja að þetta sé stærsta haldlagning af þessari tegund af fíkniefnum, í einni sendingu það er að segja,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst var stærsta einstaka haldlagning á kókaíni hér á landi árið 2016. Sextán kíló. Efnið sem lögregla hefur nú í vörslu sinni er rúmlega sexfalt það magn. Íslandsmet, ef svo má að orði komast. Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að hægt væri að selja kílóin hundrað fyrir í kringum tvo milljarða króna. Ljóst er að fjársterka aðila þarf til að fjármagna slíkan innflutning og einhver eða einhverjir hafa tapað miklum fjármunum. „Það er auðvitað hluti af svona rannsókn að reyna að átta sig á því hvernig svona er fjármagnað og hverjir standa á bak við,“ segir Grímur. Grímur segir erfitt að átta sig á því fyrir fram hvaða áhrif svona haldlagning hafi á fíkniefnamarkaðinn hér á landi. Það verði helst hægt að sjá í því ef breyting verður á söluverðinu. Það er að verðið hækki því minna efni sé í boði. Hann er efins að slíkar breytingar verði. Eiga sér ekki langa sögu hjá lögreglu „Ég hef verið að halda því fram að það kunni að vera að þessi markaður sé þróaðri en svo að þetta hafi mikil áhrif. Ég er ekkert viss um að þetta hafi einhver áhrif á verð.“ Grímur leggur þó áherslu að þetta sé hans tilfinning fyrir markaðnum og engin vísindi á bak við þær getgátur hans. Lögreglan hér á landi hefur rannsakað málið í samvinnu við lögregluyfirvöld erlendis en fram hefur komið að efnið var falið í vörusendingu hingað til lands. Þrír eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins og sá fjórði hefur hafið afplánun vegna fyrri brota. Grímur segir fjórmenninganna á öllum aldri og ekki eiga sér langa sögu hjá lögreglu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Stóra kókaínmálið 2022 Tengdar fréttir Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26 Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Ætla má að götuvirðið í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hlaupi á milljörðum Ef marka má verðkönnun SÁÁ á vímuefnum frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði tæplega hundrað kílóa af kókaíni sem lögregla lagði hald á sé í kringum tvo milljarða króna. 17. ágúst 2022 22:26
Lögðu hald á hundrað kíló af kókaíni Þrír þeirra sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu fyrir tæpum tveimur vikum voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna stórtæks fíkniefnainnflutnings. Mennirnir eru taldir hafa flutt inn tæplega hundrað kíló af kókaíni. 17. ágúst 2022 16:06
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent