„Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2022 16:31 Það var fjölmenni í Iðnó er Kristrún flutti ræðu sína. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tilkynnti rétt í þessu að hún gæfi kost á sér í formannskjöri Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins þann 28. október næstkomandi. Hún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda. Kristrún greindi frá framboði sínu á opnum fundi í Iðnó í dag. Logi Einarsson, formaður flokksins, tilkynnti fyrr í sumar frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa gegnt embættinu síðan í október árið 2016. Kristrún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda en hún kom ansi bratt inn í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar í september á síðasta ári eftir að hafa starfað sem hagfræðingur hjá Kviku banka. Síðan hún var kjörin inn á þing hefur hún ferðast um landið og haldið opna fundi þar sem hún hefur rætt við landsmenn. „Þetta gerði ég til þess að ná betri tengingu við alls konar fólk. Mig langaði að kynnast kjörum og aðstæðum þess. Fá betri tilfinningu fyrir því hvernig fólk hefur það, hvernig það sér fyrir sér framtíðina og til hvers það ætlast af okkur sem erum í stjórnmálum og þá ekki síst okkur sem sitjum fyrir hönd þjóðarinnar á Alþingi,“ sagði Kristrún í ræðu sinni á fundinum. Þegar hún tilkynnti svo um framboð sitt klappaði allur salurinn og fögnuðu stuðningsmenn hennar ákaft. Hún sagðist ekki getað ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokk jafnaðarmanna. Hún sé ánægð með ákvörðun sína og er glöð að vera búin að deila henni með fólki. Það var margmenni í Iðnó í dag, á meðal gesta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég væri nefnilega ekki að þessu nema vegna þess að ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert. Það er hægt, fólkið í landinu veit að það er hægt, og ég treysti mér til þess. Þess vegna er ég að bjóða mig fram í þetta verkefni,“ sagði Kristrún. Samstaða og samkennd Sem formaður vill hún byggja meiri samstöðu og samkennd í pólitíkinni því áherslan á einstaklingshyggjuna hafi ekki góð áhrif á fólk. Jafnaðarmenn þurfi að stunda jákvæða pólitík og tala fyrir lausnum á þeim áskorunum sem standa frammi fyrir þeim. „Það er spilað mikið inn á pólitík óhjákvæmileika þessa dagana hér á landi. Af orðræðu ráðamanna mætti halda að sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, samgöngum, gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingar,“ sagði Kristrún sem telur fólkið í landinu vita að hægt sé að leysa þessi mál. Klippa: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Samylkingar Kristrún vill leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna sem að hennar sögn er kjör venjulegs fólks. Þá vilji hún gera Samfylkinguna að því afli í stjórnmálum sem veitir efnahagsmálum trúverðuga forystu. „Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Vill fjölga samtölum við fólkið í landinu Hún sagði Samfylkinguna þurfa að ná virkari tengingu við hinn almenna launamann á Íslandi. Það verði ekki gert með öðrum hætti en að ræða beint við fólk. „Við sem flokkur munum aldrei geta lagt fram svör við áskorunum venjulegs fólks án þess styrkja tengslin, fjölga samtölunum,“ sagði Kristrún. Hún er fullviss um að Samfylkingin geti unnið kosningar á ný og orðið ráðandi afl í ríkisstjórn en til þess þurfi skýrar áherslur sem taka mið af daglegu lífi fólks í landinu. Annar formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, var einnig á fundinum.Vísir/Vilhelm Nú reynir á eftir áratug af óbreyttu stjórnarfari Að lokum sagði Kristrún að jafnaðarmenn þurfi að draga línu í sandinn um hvað verður liðið. Það þurfi að sameinast um fullfjármagnað heilbrigðiskerfi, taka ábyrgð á húsnæðismarkaðnum, sameinast um að fólk á lágum tekjum beri ekki hitann og þungan af verðbólgunni og um að styrkja almannaþjónustu og grunninnviði samfélagsins um land allt. „Nú er áratugur óbreytts stjórnarfars er liðinn, og annar slíkur má ekki líða við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Það er kominn tími á nýja kynslóð og nýju tegund forystu, og þar, kæru vinir reynir á jafnaðarmannaflokk Íslands, með stuðningi fólksins í landinu, að vísa veginn,“ sagði Kristrún. Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira
Kristrún greindi frá framboði sínu á opnum fundi í Iðnó í dag. Logi Einarsson, formaður flokksins, tilkynnti fyrr í sumar frá því að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa gegnt embættinu síðan í október árið 2016. Kristrún sagði ákvörðunina hafa átt sér langan aðdraganda en hún kom ansi bratt inn í pólitíkina fyrir Alþingiskosningarnar í september á síðasta ári eftir að hafa starfað sem hagfræðingur hjá Kviku banka. Síðan hún var kjörin inn á þing hefur hún ferðast um landið og haldið opna fundi þar sem hún hefur rætt við landsmenn. „Þetta gerði ég til þess að ná betri tengingu við alls konar fólk. Mig langaði að kynnast kjörum og aðstæðum þess. Fá betri tilfinningu fyrir því hvernig fólk hefur það, hvernig það sér fyrir sér framtíðina og til hvers það ætlast af okkur sem erum í stjórnmálum og þá ekki síst okkur sem sitjum fyrir hönd þjóðarinnar á Alþingi,“ sagði Kristrún í ræðu sinni á fundinum. Þegar hún tilkynnti svo um framboð sitt klappaði allur salurinn og fögnuðu stuðningsmenn hennar ákaft. Hún sagðist ekki getað ímyndað sér meiri heiður en að leiða flokk jafnaðarmanna. Hún sé ánægð með ákvörðun sína og er glöð að vera búin að deila henni með fólki. Það var margmenni í Iðnó í dag, á meðal gesta var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Ég væri nefnilega ekki að þessu nema vegna þess að ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur en nú er gert. Það er hægt, fólkið í landinu veit að það er hægt, og ég treysti mér til þess. Þess vegna er ég að bjóða mig fram í þetta verkefni,“ sagði Kristrún. Samstaða og samkennd Sem formaður vill hún byggja meiri samstöðu og samkennd í pólitíkinni því áherslan á einstaklingshyggjuna hafi ekki góð áhrif á fólk. Jafnaðarmenn þurfi að stunda jákvæða pólitík og tala fyrir lausnum á þeim áskorunum sem standa frammi fyrir þeim. „Það er spilað mikið inn á pólitík óhjákvæmileika þessa dagana hér á landi. Af orðræðu ráðamanna mætti halda að sé einfaldlega ekki hægt að gera betur í húsnæðismálum, heilbrigðismálum, samgöngum, gagnvart fólki sem reiðir sig á almannatryggingar,“ sagði Kristrún sem telur fólkið í landinu vita að hægt sé að leysa þessi mál. Klippa: Kristrún tilkynnir framboð til formanns Samylkingar Kristrún vill leggja ofuráherslu á kjarnamál jafnaðarmanna sem að hennar sögn er kjör venjulegs fólks. Þá vilji hún gera Samfylkinguna að því afli í stjórnmálum sem veitir efnahagsmálum trúverðuga forystu. „Ég vil að það sé alveg á hreinu fyrir hvað flokkurinn stendur og af hverju hann á erindi við fólkið í landinu,“ sagði Kristrún. Vill fjölga samtölum við fólkið í landinu Hún sagði Samfylkinguna þurfa að ná virkari tengingu við hinn almenna launamann á Íslandi. Það verði ekki gert með öðrum hætti en að ræða beint við fólk. „Við sem flokkur munum aldrei geta lagt fram svör við áskorunum venjulegs fólks án þess styrkja tengslin, fjölga samtölunum,“ sagði Kristrún. Hún er fullviss um að Samfylkingin geti unnið kosningar á ný og orðið ráðandi afl í ríkisstjórn en til þess þurfi skýrar áherslur sem taka mið af daglegu lífi fólks í landinu. Annar formaður flokksins, Össur Skarphéðinsson, var einnig á fundinum.Vísir/Vilhelm Nú reynir á eftir áratug af óbreyttu stjórnarfari Að lokum sagði Kristrún að jafnaðarmenn þurfi að draga línu í sandinn um hvað verður liðið. Það þurfi að sameinast um fullfjármagnað heilbrigðiskerfi, taka ábyrgð á húsnæðismarkaðnum, sameinast um að fólk á lágum tekjum beri ekki hitann og þungan af verðbólgunni og um að styrkja almannaþjónustu og grunninnviði samfélagsins um land allt. „Nú er áratugur óbreytts stjórnarfars er liðinn, og annar slíkur má ekki líða við verðum að fara að gera eitthvað í þessu. Það er kominn tími á nýja kynslóð og nýju tegund forystu, og þar, kæru vinir reynir á jafnaðarmannaflokk Íslands, með stuðningi fólksins í landinu, að vísa veginn,“ sagði Kristrún.
Samfylkingin Alþingi Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Sjá meira