„Hún steinliggur inni sem formaður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:21 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar bauð sig fram í formannsembætti flokksins í dag. „Hún steinliggur inni“ sagði Össur Skarphéðinsson við það tækifæri. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29