Mútuhneyksli tengt ÓL 2020 geti haft skaðleg áhrif Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 10:30 Yasuhiro Yamashita (t.v.) óttast áhrif hneykslisins. Tomohiro Ohsumi/Getty Images Japanskir embættismenn óttast áhrifin sem mútuhneyksli tengt Ólympíuleikunum sem fram fóru í Tókýó í fyrra hafi á umsókn landsins um að halda Vetrarólympíuleikana og Vetrarólympíumót fatlaðra í Sapporo árið 2030. Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er. Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira
Haruyaki Takahashi, háttsettur aðili í framkvæmdastjórn Tókýó 2020, var handtekinn í vikunni, sakaður um mútuþægni. Saksóknarar í Japan halda því fram að Takahashi hafi þegið 51 milljón japanskra jena, rúmar 52 milljónir króna, frá smásölufyrirtækinu Aoki Holdings, sem var á meðal styrktaraðila leikanna. Hironiro Aoki, fyrrum forseti fyrirtækisins, og yngri bróðir hans Takahisa Aoki, varaforseti, voru einnig handteknir vegna málsins. Það sama má segja um Katsuhisa Ueda sem var framkvæmdastjóri Aoki Holdings. Ásakanirnar skyggja á arfleifð leikanna sem fóru vel fram í fyrra eftir árs frestun sökum kórónuveirufaraldursins. Óttast áhrifin Toshiaki Endo segir málið gríðarleg vonbrigði.Bryn Lennon/Getty Images for ANOC Toshiaki Endo, fyrrum Ólympíuráðherra, og Yasuhiro Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, hafa báðir lýst yfir áhyggjum sínum vegna hneykslisins og áhrifin sem það kunni að hafa á hugmyndir japanskra yfirvalda um að halda Vetrarleikana í Sapporo 2030. „Svona uppákoma er ávallt leiðinleg,“ sagði Yamashita, forseti Ólympíunefndar Japans, og bætti við: „Ég mun gera mitt besta til að lágmarka áhrif þessa til hins ítrasta,“ Þá er hætta á að „hneykslið þynni út starfsemi tengda Sapporo umsókninni“ samkvæmt fyrrum ráðherrannum Endo. „Það verða gríðarleg vonbrigði ef ásakanirnar reynast á rökum reistar,“ bætti hann við. Sapporo talið líklegast fyrir fram Umsókn Sapporo hefur verið talin líklegust til að hreppa hnossið en leikarnir voru áður haldnir þar árið 1972. Þá voru einnig Vetrarólympíuleikar í Japan árið 1998, þá í Nagano. Salt Lake City í Bandaríkjunum sækist einnig eftir leikunum, en þeir fóru áður fram þar árið 2002, og Vancouver í Kanada, þar sem leikarnir voru haldnir 2010, sækist einnig eftir leikunum 2030. Sameiginleg umsókn Barcelona á Spáni og Pyrennes í Frakklandi var þá dregin til baka nýlega vegna pólitískra deilna. Sjálfstjórnarhéraðið Katalónía vildi þá halda leikana án aðstoðar spænskra yfirvalda en Ólympíunefnd Spánar studdi þá ákvörðun ekki. Þar sem Katalónía hefur ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni, IOC, nema sem hluti af Spáni sem heild, féll umsóknin um sjálfa sig. Búist er við að ákvörðun verði tekin um gestgjafa leikanna á næsta ársfundi IOC í Mumbai á næsta ári. Umsóknarferlið verður með nýju sniði þar sem gestgjafanefnd IOC mun eiga í virkum samskiptum við umsóknaraðila, í stað hefðbundnu leiðarinnar þar sem nefndir hverrar borgar kynna sitt verkefni áður en kosið er.
Ólympíuleikar Japan Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Sjá meira