Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er byrjuð að láta til sín taka hjá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu
Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal
SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi
PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54