Rekstrartekjur fara ört vaxandi en tap nam tveimur milljörðum á öðrum ársfjórðungi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 20:41 Tap Play nam rúmum tveimur milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Vísir/Vilhelm Tap flugfélagsins Play nam 14,3 milljónum Bandaríkjadala, eða 2,02 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að á sama tímabili í fyrra hafi tap félagsins numið 1,4 milljónum dala en þá var félagið enn í startholunum með að hefja flugrekstur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði hafi verið neikvæð um 14,4 milljónir Bandaríkjadala á ársfjórðungnum. Það hafi þó ekki komið forsvarsmönnum félagsins á óvart þar sem félagið hafi enn ekki náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni á fjórðungnum ásamt sögulega háu eldsneytisverði. Fjárhagsstaða Play sé þá áfram sterk. Handbært fé þann 30. júní síðastliðinn hafi numið 29,5 milljónum Bandaríkjadala með bundnu fé. Eiginhlutfall hafi verið 13,4 prósent og félagið hafi engar ytri vaxtaberandi skuldir. Rekstrartekjurnar fari þá ört vaxandi en tekjur á fjórðungnum hafi numið 32,5 milljónum dala samanborið við 9,6 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. Á tímabilinu flutti Play rúmlega 181 þúsund farþega og var sætanýtingin 74,8 prósent að meðaltali samkvæmt tilkynningunni. Þá segir að farþegafjöldi hafi aukist milli mánaða og sætanýting styrkst. Félagið gerir ráð fyrir að farþegar verði um 800 þúsund á þessuári og 20 milljarða króna veltu á árinu, fyrsta heila starfsári félagsins. Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan hálf níu í fyrramálið, 23. ágúst. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundinum verður streymt hér. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8. ágúst 2022 10:26 Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7. júlí 2022 10:46 Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. 7. júlí 2022 10:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að á sama tímabili í fyrra hafi tap félagsins numið 1,4 milljónum dala en þá var félagið enn í startholunum með að hefja flugrekstur. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði hafi verið neikvæð um 14,4 milljónir Bandaríkjadala á ársfjórðungnum. Það hafi þó ekki komið forsvarsmönnum félagsins á óvart þar sem félagið hafi enn ekki náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni á fjórðungnum ásamt sögulega háu eldsneytisverði. Fjárhagsstaða Play sé þá áfram sterk. Handbært fé þann 30. júní síðastliðinn hafi numið 29,5 milljónum Bandaríkjadala með bundnu fé. Eiginhlutfall hafi verið 13,4 prósent og félagið hafi engar ytri vaxtaberandi skuldir. Rekstrartekjurnar fari þá ört vaxandi en tekjur á fjórðungnum hafi numið 32,5 milljónum dala samanborið við 9,6 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi. Á tímabilinu flutti Play rúmlega 181 þúsund farþega og var sætanýtingin 74,8 prósent að meðaltali samkvæmt tilkynningunni. Þá segir að farþegafjöldi hafi aukist milli mánaða og sætanýting styrkst. Félagið gerir ráð fyrir að farþegar verði um 800 þúsund á þessuári og 20 milljarða króna veltu á árinu, fyrsta heila starfsári félagsins. Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan hálf níu í fyrramálið, 23. ágúst. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir fjármálastjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundinum verður streymt hér.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Tengdar fréttir Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8. ágúst 2022 10:26 Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7. júlí 2022 10:46 Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. 7. júlí 2022 10:32 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. 8. ágúst 2022 10:26
Stundvísin fullnægjandi að mati PLAY Fjöldi farþega Play í júní jafnast á við heildarfjölda farþega ársins 2021, á fyrstu sex mánuðum starfseminnar. Play flutti um 88 þúsund farþega í júní, sem er 55 prósent aukning frá mánuðinum á undan, þegar um 56 þúsund farþegar voru fluttir. Stundvísi mældist 79 prósent sem er ekki í samræmi við markmið félagsins. 7. júlí 2022 10:46
Forstjóri PLAY segir lækkun kostnaðar staðfesta viðskiptalíkanið Einingakostnaður PLAY hefur snarlækkað eftir því sem flugfélagið hefur skalað upp starfsemina. Forstjóri félagsins segir að tölurnar staðfesti grundvallarhagkvæmni viðskiptalíkansins sem lagt var upp með. 7. júlí 2022 10:32