Blóðgaði Ólaf en telur „margar ástæður“ fyrir rauða spjaldinu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2022 10:01 Kian Williams kíkir undir takkaskóna eftir að hafa brotið á Ólafi Guðmundssyni sem lá eftir. Ólafur hélt áfram leik en var með höfuðið vafið í sárabindum. Stöð 2 Sport Kian Williams, leikmaður Keflavíkur, var enn harður á því eftir leikinn við FH í Bestu deildinni í gærkvöld að hann hefði ekki átt að fá rautt spjald. Hann gaf í skyn að dómari leiksins hefði haft fleiri ástæður til að lyfta rauða spjaldinu en aðeins þá að fara eftir reglum. Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Williams fékk rauða spjaldið eftir aðeins nokkurra mínútna leik í gær og eftirleikurinn var auðveldur fyrir FH-inga sem unnu afar kærkominn 3-0 sigur. Hann var rekinn af velli fyrir að fara með sólann á undan sér í andlit Ólafs Guðmundssonar, varnarmanns FH, sem blóðgaðist við það en atvikið má sjá hér að neðan. Klippa: Kian Williams rekinn af velli Eftir leik tók Williams til skrifta en vildi þó greinilega skrifa meira en hann gerði um ákvörðun Péturs Guðmundssonar dómara. „Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum,“ skrifaði Williams og því erfitt að segja nánar til um hvað hann var að gefa í skyn. Hér að neðan má sjá skrif hans í heild og lauslega þýðingu blaðamanns. Kian Williams birti eftirfarandi skrif á Twitter eftir tap Keflavíkur gegn FH í gærkvöld.Skjáskot/@kpjwilliams7 „Til að byrja með vil ég biðja Ólaf afsökunar en ég ræddi við hann eftir leik til að ganga úr skugga um að það væri í lagi með hann. Ég ætlaði aldrei að meiða neinn og ég held að allir sjái það skýrt. Ég vil einnig biðja liðsfélaga mína og stuðningsmenn afsökunar á að vera rekinn af velli því þannig skildi ég okkur eftir í brekku og mér líður svo illa yfir því. Að sama skapi er ég mjög svekktur því ég tel ekki að þetta hafi verið rautt spjald… flestir myndu taka undir það. Það eru margar ástæður sem ég tel að geti valdið þessari ákvörðun dómarans en það er best að ég haldi munninum lokuðum. Í staðinn vil ég bara biðja liðsfélaga mína, starfsliðið og stuðningsmenn aftur afsökunar. Næsti leikur. Áfram Keflavík.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30 Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Úlfur: Búinn að vinna Keflavík með bæði FH og Njarðvík FH vann sannfærandi 3-0 sigur á Keflavík. Þetta var fyrsti sigur FH-inga í Bestu deildinni síðan í 6. umferð. Úlfur Ágúst Björnsson, leikmaður FH, skoraði tvö mörk og var í skýjunum eftir leik. 22. ágúst 2022 20:30
Umfjöllun,viðtöl og myndir: FH-Keflavík 3-0| Endurreisn FH hófst á sigri Fyrir leikinn blésu FH-ingar í herlúðra. Boðið var meðal annars frítt á völlinn og var þetta leikurinn sem FH átti að snúa blaðinu við. Keflavík missti mann af velli á 6. mínútu. Einum fleiri skoruðu FH-ingar tvö mörk í fyrri hálfleik.Úlfur Ágúst Björnsson gerði þriðja mark FH í síðari hálfleik og gulltryggði fyrsta sigur Eiðs Smára í Bestu deildinni. 22. ágúst 2022 20:40