Telur að stórefla þurfi öryggi vegfarenda í miðborginni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 20:33 Böðvar Tómasson framkvæmdastjóri Verkfræðisstofunnar Örugg. Vísir/Egill Stórefla þarf öryggi gangandi vegfarenda við stóra viðburði eins og Menningarnótt í miðbænum að mati sérfræðings í öryggismálum. Tvö tilvik þar sem ofurölvi ökumenn óku inn í mannmergð þar sem götulokanir voru í gildi sýni nauðsyn þess. Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar. Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Nánast allar götur í miðborg Reykjavíkur voru lokaðar fyrir umferð á Menningarnótt en þá fór líka fram Reykjavíkurmaraþon. Lögregla lokar götum yfirleitt með járnhliðum og ökutækjum. Við sögðum frá því í fréttum í gær að tveir ofurölvi ökumenn hefðu ekið inn á svæði þar sem mikil mannmergð var í miðbænum á Menningarnótt. Annar var stöðvaður við stóra sviðið á Lækjargötu rétt eftir flugeldasýninguna en hafði áður keyrt á tvo bíla og stórskemmt þá. Hinn ók á svipuðum tíma á mann á rafskútu við Þjóðleikhúsið sem slasaðist lítillega, en þar var líka mikill mannfjöldi. Hann náðist ekki fyrr en á Sæbraut. Böðvar Tómason sérfræðingur í öryggismálum hjá Verkfræðistofunni Örugg segir mikla mildi að ekki hafi orðið stórslys. Það þurfi að hafa mun sterkari öryggisvarnir á slíkum svæðum. „Þetta hefði getað verið mun alvarlegra því þegar við erum með svona mikinn fólksfjölda þá valda einstök tilvik mjög mikilli hættu. Það þarf að gera öryggisáhættugreiningu fyrir svona og tryggja það að varnir séu í samræmi við áhættu,“ segir hann. Dæmi erlendis frá sýni hversu mikilvægt sé að viðhafa slíkar varnir. „Það er því miður tiltölulega algengt núna að ökutæki séu notuð sem vopn og líka að það verði ýmisleg slys við sjáum það í Skandinavíu og Evrópu,“ segir hann. Böðvar segir hægt að grípa til margs konar ráðstafana eins og að reisa stólpa sem væri hægt að stjórna eftir því hvort þurfi að loka svæðum . „Það þarf að koma upp vörnum sem þola skilgreint álag eða þá stærð ökutækja sem við viljum verjast,“ segir Böðvar.
Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Lögreglan Umferðaröryggi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira