Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs seld á uppboði á Gíbraltar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 21:38 Lúxussnekkja í eigu Dmitry Pumpyansky hefur verið seld á uppboði á Gíbraltar. Getty/Mikhail Svetlov Lúxussnekkja rússnesks auðjöfurs, sem er einn þeirra sem viðskiptaþvinganir Vestuvelda hafa beinst gegn, var sett á uppboð og seld á Gíbraltar í dag. Verð snekkjunnar var metið á 75 milljónir Bandaríkjadala, eða um 10,5 milljarða íslenskra króna. Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Yfirvöld í Gíbraltar lögðu hald á snekkjuna, sem ber heitið Axioma, í mars eftir að bandaríski bankinn JP Morgan gaf það út að meintur eigandi hennar, Dmitry Pumpyansky, hefði brotið skilmála 20 milljóna dala láns hjá bankanum. Snekkjan, sem er 72,5 metra löng, var seld á uppboði af dómstóli flotamálaráðuneytis Gíbraltar en nöfn þeirra sem gerðu tilboð í snekkjuna hafa ekki verið gefin upp. Tólf geta sofið um borð í snekkjunni sem hefur sex svefnherbergi. Þar er að auki að finna sundlaug, heilsulind, bíósal og ýmis skemmtitæki. Samkvæmt dómskjölum sem fréttastofa Reuters hefur undir höndum lánaði JP Morgan fyrirtækinu Pyrene Investments Ltd, sem skráð er á Bresku Jómfrúrareyjum, 20,5 milljónir dala eða um 2,9 milljarða króna. Fyrirtækið er í eigu Furdberg Holding Ltd sem er svo í eigu Pumpyansky. Samkvæmt gögnunum voru skilmálar lánsins sviknir þegar Pumpyansky seldi hlut sinn í Furdberg til þriðja aðila í mars á þessu ári og í kjölfarið lagðar á hann viðskiptaþvinganir, sem komu í veg fyrir að hann gæti endurgreitt lánið. Hinn 58 ára gamli Pumpyansky er einn þeirra fjölmörgu ólígarka sem vesturveldin hafa beitt viðskiptaþvingunum vegna stríðs Rússlands í Úkraínu. Samkvæmt fjármálatímaritinu Forbes er auður Pumpyansky metinn á um tvo milljarða dala, eða um 280 billjónir króna (280.000.000.000 króna). Hann var þar til í mars eigandi og stjórnarformaður OAO TMK, sem framleiðir stálpípur, þar á meðal fyrir rússneska orkufyrirtækið Gazprom. Að sögn fyrirtækisins hefur Pumpyansky látið af störfum innan fyrirtækisins. Axioma er fyrsta lúxussnekkjan, sem lagt hefur verið hald á vegna viðskiptaþvingana gegn Rússum, sem hefur verið sett á uppboð.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Gíbraltar Tengdar fréttir Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Snekkja ólígarka boðin upp Yfirvöld í Gíbraltar haldlögðu snekkjuna Axioma, sem er í eigu rússneska ólígarkans Dmitrievich Pumpyansky, í mars síðastliðnum. Nú stendur til að bjóða hana upp á þriðjudaginn. 20. ágúst 2022 18:49