Hún staðfesti þessar gleðifréttir í samtali við Fréttablaðið og sagðist eiga von á sér í febrúar.
Kristrún tilkynnti fyrir helgi að hún gæfi kost á sér í formannsembætti Samfylkingarinnar. Á fjölmennum fundi í Iðnó sagðist hún ætla að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks.
Kristrún er gift Einari B. Ingvarssyni. Saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2019.