Fjárfestingar í hærri vöxtum og verðbólgu Kristín Hildur Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:01 Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Íslenskir bankar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun