Kjartan Atli nefndi að bæði Reynir og Lárus Orri hefðu spilað sem miðverðir á sínum tíma og því var gráupplagt að athuga hver væri að þeirra mati besti miðvörður deildarinnar.
1. Besti miðvörður deildarinnar?
„Að mínu mati, þrátt fyrir að hann hafi skorað sjálfsmark í kvöld,“ hóf Reynir á að segja áður en hann sagði sína skoðun á besta miðverði Bestu deildarinnar. „Hann hefur hraða, sem skiptir gríðarlegu miklu máli í fótbolta í dag, hann er góður á boltanum, sterkur og hefur tekið að sér þetta leiðtogahlutverk,“ bætti Reynir við um sinn mann.
Lárus Orri var sammála Reyni að mörgu leyti. Hann var efins með umræddan leikmann í upphafi en telur hann hafa staðið sig mjög vel að undanförnu. Lárus Orri endaði þó að nefna annan leikmann, sá spilar í grænu.
„Hann er í liðinu í toppsætinu, hann er búinn að taka að sér leiðtogahlutverk. Hann hefur einnig verið í stóru hlutverki hvað varðar uppspilið,“ bætti Lárus Orri við áður en hann nefndi það að téður leikmaður væri töffari eins og miðverðir þyrftu að vera.
2. Stærsti sigur umferðarinnar?
Lárus Orri valdi sitt gamla félag ÍA hér en ÍA lagði ÍBV 2-1 þökk sé sigurmarki Hauks Andra Haraldssonar undir lok leiks. Skagamenn höfðu ekki unnið deildarleik síðan í apríl fyrir leikinn um síðustu helgi.
Reynir, sem spilaði líka með ÍA á sínum tíma, ákvað að fara í aðra átt.
3. Hvað þýðir þessi sigur fyrir FH?
FH vann 3-0 sigur á Keflavík sem var þeirra fyrsti sigur í deild undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen og Sigurvins Ólafssonar. Kjartan Atli spurði einfaldlega hvað þessi sigur þýddi og hvort endurreisnin væri hafin í Hafnafirði.
4. Akureyringar leika á als oddi
Er KA í titilbaráttu eða Evrópubaráttu?
5. Hvaða lið er tilvonandi Íslandsmeistari?
Reynir og Lárus Orri voru sammála hér og nefndu einfaldlega topplið deildarinnar.
Í spilaranum neðst í fréttinni má sjá spjall þeirra þriggja í heild sinni.