Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliði Lyngby í dag og lék allar 90 mínúturnar en Lyngby er í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á meðan Helsingør er í 6. sæti næstefstu deildar.
Callum McCowatt kom Helsingør yfir á 47. mínútu áður en Alexander Lyng tryggði heimamönnum sigur með marki á 72. mínútu.
Helsingør fer því áfram í þriðju umferð bikarkeppninnar á meðan Freyr, Sævar og félagar eru úr leik. Næsti leikur Lyngby er næsta sunnudag gegn Viborg í dönsku úrvalsdeildinni.