„Við erum á algerlega rangri braut“: Strákarnir okkar brjótast inn og stelpurnar selja sig Snorri Másson skrifar 25. ágúst 2022 09:13 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari segir að íslensk stjórnvöld eigi að gefa það frjálst hvaða vímuefna menn neyta; lögleiða vímuefni, með öðrum orðum. Bannstefnan hafi valdið meiri skaða en hún hefur skilað árangri. „Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar. Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Ég fullyrði að við fáum betra og viðfelldnara samfélag út úr þessu heldur en þessu lögregluríki sem við erum að reyna að beita á neyslu annarra efna heldur en áfengis,“ segir Jón Steinar. Hæstaréttarlögmaðurinn hefur um áratugaskeið talað fyrir breyttri nálgun í fíkniefnastríðinu, enda segir hann koma æ betur í ljós að enginn árangur sé af stríðinu, hvorki hér né annars staðar. Vissulega takist einstaka sinnum að refsa einum eða öðrum, oft ungu fólki sem hefur villst af leið. En að uppræta vandann tekst ekki. Jón Steinar ræddi þessi mál í Íslandi í dag sem má horfa á hér að ofan. Þar var einnig farið yfir nýlega haldlagningu lögreglunnar á hundrað kílóum af kókaíni, sem yfirlögregluþjónn hefur þó sagt að muni ekki endilega hafa áhrif á verðið á kókaíni. Þau ummæli hafa vakið athygli og þykja til marks um að stríðið gegn fíkniefnum sé ekki að skila þeim árangri sem miðað var að. Jón Steinar Gunnlaugsson segir tímabært að nálgast vímuefnavandann eftir nýjum leiðum. Bannstefnan sé ekki að bera árangur.Vísir/Egill Fólk vill drekka áfengið sitt með góðri samvisku Á sama tíma og fíkniefni eru ólögleg; kannabis, kókaín, ofskynjunarlyf; er áfengi löglegt. Jón segir erfitt að fá það til að ganga upp og tekur dæmi af því þegar hann hefur varið brotamenn í fíkniefnamálum. „Ég, verjandinn, og ákærandinn förum inn í réttarsal og flytjum málin og förum svo saman á barinn á eftir. Og fáum okkur áfengi. Þetta er auðvitað tvískinnungur sem á ekki að vera boðlegur í neinu samfélagi,“ segir Jón Steinar. Enda þótt margir sjái að bannstefnan skili ekki tilætluðum árangri geta fæstir séð fyrir sér að leyfa allt. „Ég hef hugmynd um það hvers vegna svona margir taka þessa afstöðu,“ segir Jón Steinar. „Það er vegna þess að þeir hafa ákveðna nautn af áfengisneyslu og finnst þeir réttlæta gjörðir sínar í því efni með því að vera á móti öðrum vímugjöfum. Þeir segja: Sjáðu, ég er svo góður. Ég nota bara áfengi og ég er á móti hinu. En þetta er auðvitað í eðli sínu það sama. Hvort sem þetta heitir áfengi eða eitthvað annað, þá er þetta auðvitað bara efni sem menn taka inn til þess að komast í vímu,“ segir Jón Steinar. Fangar eigin hugsana Heilbrigðisráðherra hefur stefnt að því að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta en forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa þó lýst miklum efasemdum um að stíga skrefið til fulls og gera fíkniefni almennt lögleg. Jón Steinar segir ríkisstjórnina fanga eigin hugsana. „Hugsaðu þér bara ungmenni sem leiðist út í að taka fíkniefni. Hann þarf þá að fjármagna það, hvernig gerir hann það? Jú. Hann brýst inn. Stelpurnar selja sig. Dætur okkar. Þetta er nú aldeilis geðslegt eða hitt þó heldur. Og við eigum bara að höggva á hnútinn. Ég held að það séu æ fleiri sem eru að átta sig á að við erum á algerlega rangri braut með þetta,“ segir Jón Steinar.
Fíkniefnabrot Áfengi og tóbak Fíkn Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira