Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Björn Steinbekk skrifar 25. ágúst 2022 13:30 Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. DV birti frétt um málið sem var síðan tekin úr birtingu og ég beðinn afsökunar á að fréttinn hafi farið í loftið af hálfu ritstjóra DV en skaðinn var skeður. Fyrirsögnin sagði, meðan hún stóð, að ég væri dæmdur ræningi. Eftir að hafa ítrekað beðið yfirmenn og á endanum forstjóra og stjórnendur hjá Sýn um gögn sem færa mætti rök fyrir þeirri staðhæfingu að ég væri dæmdur fyrir rán og staðhæft var í áðurnefndu hlaðvarpi var mér lofað að ég yrði beðinn afsökunar á þeim ummælum sem féllu. Viðkomandi sem lét þau falla vildi þó ekki hitta mig og biðjast afsökunar, ræða málið, útskýra, hlusta á mína hlið. Afsökunarbeiðnin kom en var með einu forboðnu orði sem fólk notar ekki í afsökunarbeiðnum, ef það sannarlega iðrast en það er orðið „en“ því meðan viðkomandi þóttist vera að biðjast afsökunar þá var hann að réttlæta sjálfan sig, ummælin og snúa út úr staðreyndum og halda áfram að brigsla mig um afbrot og Sýn heldur áfram að samþykkja, leggja blessun yfir þessi vinnubrögð með að leyfa þessu að birtast á sínum vettvangi. Það að ég þurfi að búast við að þurfa, ef ég viðra skoðanir eða er í fjölmiðlum vegna starfa minna, að útskýra, bera hendur fyrir mig og vernda börn mín og fjölskyldu vegna atburðar þar sem ég sannarlega brást fólki og mun marka mitt líf það sem eftir er orðið óþolandi en mest um vert, þegar ummælin eru rógburður og gífuryrði er þörf á aðgerðum. Bæði af minni hálfu og þeirra sem vilja rekar fyrirtæki sem birtir slík gífuryrði og gefur fólki sem þessu vettvang fyrir meiðyrði og sleggjudóma án þess að sæta nokkurri ábyrgð. Svo er það hitt, hvers vegna leggja fyrirtæki auglýsingafé í þátt sem þennan þar sem fólk, oft ungt, er rifið niður, smánað af einhverjum miðaldra köllum sem sitja í hljóðveri við Suðurlandsbraut því það átti ekki kannski sinn besta dag á einhverjum fótboltavelli eða í mínu tilfelli, vegna mistaka sem ég gerði og færði mig inn á geðdeild í sjálfsmorðhugsunum eftir að hafa misst mannorðið, fyrirtækið og heimili. Á tímum sem við köllum eftir sterkari og jákvæðari fyrirmyndum fyrir unga drengi er þáttur á vettvangi Sýnar þar sem eitruð menningin búningsklefa og ábyrgðarleysi ræður ríkjum og styrktur af fyrirtækjum sem framleiða til dæmis nammi og nikótín púða sem kannski okkar unga fólk þarf ekki stöðuga áminningu um. Að lokum er vert að hrósa CCEP (Coke Cola á Íslandi) sem var einn af kostendum þáttarins. Þau tóku við erindi mínu um meiðyrði og smánun og eftir að hafa kynnt sér málið þótti það sem um mig var sagt ekki falla að gildum félagsins og slitu samstarfi við þáttinn. Þar sýndi fyrirtæki ábyrgð og festu. Það væri óskandi að framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Nóa Síríus myndi svara ítrekuðum tölvupósti um sama mál. Höfundur vinnur við markaðsmál og flýgur stundum drónum.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar