Hræsni, Björn Steinbekk Kristján Atli Baldursson Dýrfjörð skrifar 25. ágúst 2022 21:01 Björn Steinbekk hefur ráðist gegn þeim sem hafa sagt eitthvað um hann og krafist þess af fyrirtækjum á borð við Coca Cola, Nóa síríus ofl. styrktaraðilum að hætta samstarfi. Núna hefur Coca Cola hætt sem styrktaraðili hjá Þungavigtinni út af ummælum sem hefur verið beðist afsökunar á. Honum þótti ekki nóg að fá afsökunarbeiðni á gegnum netið frá þeim aðila sem kallaði hann „ræningja” heldur krafðist þess að fá afsökunarbeiðni í persónu. Allir þeir sem ég þekki sem keyptu miða af honum hafa ekki fengið slíkt, eða þá neinar betri útskýringar hvað varð um alla þá fjármuni sem voru lagðir inn á félagið Sónar Reykjavík ehf., sem fór síðan í gjaldþrot stuttu síðar. Sjá einnig: Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Björn steinbekk var ekki dæmdur sem ræningi þar sem hann notaði einkahluta félagið sitt Sónar Reykjavík ehf. til að selja miðana að hans sögn. Hann hefur haft hátt í umræðunni undir það síðasta, og hótað kærum ofl. um þá sem tala um þetta mál. En ekki hafa öll kurl komið til grafar í þessu máli þar sem ekki hefur verið sýnt fram á hvert peningar sem lagðir voru inn á Sónar Reykjavík ehf. fóru. Það er mjög undarlegt að hann talar sífellt að hann hafi verið svikinn, þó í dómsmálum er það fyrrverandi fyrirtækið hans og konu hans Sónar Reykjavík ehf. sem var undir í málarekstrinum tengdu því máli, en hann persónulega var sýknaður þar sem fólk átti að hafa“ viðskipti” við félagið hans, þó flest öll samskipti hafi farið fram í mínu tilfelli í gegnum facebook, fyrir utan nokkra tölvupósta. Fram kemur í einhverjum greinum að 85 prósent miða hafi verið endurgreiddir en eftir því sem ég best veit átti ég vel yfir 25 prósent allra miða sem hann seldi, ásamt öðru fólki sem hafa ekki fengið endurgreitt en keyptu sjálf miða. Að vera svindlari er óheiðarlegt atferli samkvæmt orðabók, hræsnin er algjör, er ekki nóg fyrir hann að fá grein fjarlægða og afsökunarbeiðni, heldur fer fram á að kostendur hlaðvarpa hætti að auglýsa hjá þeim, eftir að hafa fengið afsökunarbeiðni. Nú hefur Coca Cola á Íslandi slitið samstarfi við hlaðvarp vegna þess að hann krefst þess að fá sína afsökunarbeiðni. Ég hlýt þá að geta sett fram sömu kröfu á fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við hann. Toyota, Origo, Skjáskot, Síldarvinnslan, Iceland Air ofl. Undirskrifaður keypti miða af Framkvæmdastjóra Sónar Reykjavík eða Birni steinbekk að andvirði 5.2 milljónir og bauð 10 flugsæti til Tólfunnar stuðningsmannasveit Íslensku landsliðanna. Björn Steinbekk hefur þó ekki endurgreitt mér eina krónu og hvað þá beðið mig afsökunar í persónu eða útskýrt sitt mál betur. Spurning að hann eyði frekar tíma sínum í að biðja aðra afsökunar en að heimta slíkt frá öðrum og ráðast á þeirra lífsviðurværi. Ég hef nýtt tækifærið áður að biðja þá alla sem voru í fluginu hjá mér afsökunar og geri ég það hér með aftur. Tekið skal fram að allir miðar á leikinn sem seldust í gegnum mig (netmidi.is) voru endurgreiddir. 74 Miðar voru seldir af 100, sem aldrei fengust afhentir. Höfundur er eigandi lénanna steinbekk.is og offtoiceland.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. 25. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Björn Steinbekk hefur ráðist gegn þeim sem hafa sagt eitthvað um hann og krafist þess af fyrirtækjum á borð við Coca Cola, Nóa síríus ofl. styrktaraðilum að hætta samstarfi. Núna hefur Coca Cola hætt sem styrktaraðili hjá Þungavigtinni út af ummælum sem hefur verið beðist afsökunar á. Honum þótti ekki nóg að fá afsökunarbeiðni á gegnum netið frá þeim aðila sem kallaði hann „ræningja” heldur krafðist þess að fá afsökunarbeiðni í persónu. Allir þeir sem ég þekki sem keyptu miða af honum hafa ekki fengið slíkt, eða þá neinar betri útskýringar hvað varð um alla þá fjármuni sem voru lagðir inn á félagið Sónar Reykjavík ehf., sem fór síðan í gjaldþrot stuttu síðar. Sjá einnig: Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Björn steinbekk var ekki dæmdur sem ræningi þar sem hann notaði einkahluta félagið sitt Sónar Reykjavík ehf. til að selja miðana að hans sögn. Hann hefur haft hátt í umræðunni undir það síðasta, og hótað kærum ofl. um þá sem tala um þetta mál. En ekki hafa öll kurl komið til grafar í þessu máli þar sem ekki hefur verið sýnt fram á hvert peningar sem lagðir voru inn á Sónar Reykjavík ehf. fóru. Það er mjög undarlegt að hann talar sífellt að hann hafi verið svikinn, þó í dómsmálum er það fyrrverandi fyrirtækið hans og konu hans Sónar Reykjavík ehf. sem var undir í málarekstrinum tengdu því máli, en hann persónulega var sýknaður þar sem fólk átti að hafa“ viðskipti” við félagið hans, þó flest öll samskipti hafi farið fram í mínu tilfelli í gegnum facebook, fyrir utan nokkra tölvupósta. Fram kemur í einhverjum greinum að 85 prósent miða hafi verið endurgreiddir en eftir því sem ég best veit átti ég vel yfir 25 prósent allra miða sem hann seldi, ásamt öðru fólki sem hafa ekki fengið endurgreitt en keyptu sjálf miða. Að vera svindlari er óheiðarlegt atferli samkvæmt orðabók, hræsnin er algjör, er ekki nóg fyrir hann að fá grein fjarlægða og afsökunarbeiðni, heldur fer fram á að kostendur hlaðvarpa hætti að auglýsa hjá þeim, eftir að hafa fengið afsökunarbeiðni. Nú hefur Coca Cola á Íslandi slitið samstarfi við hlaðvarp vegna þess að hann krefst þess að fá sína afsökunarbeiðni. Ég hlýt þá að geta sett fram sömu kröfu á fyrirtæki sem hafa átt í viðskiptum við hann. Toyota, Origo, Skjáskot, Síldarvinnslan, Iceland Air ofl. Undirskrifaður keypti miða af Framkvæmdastjóra Sónar Reykjavík eða Birni steinbekk að andvirði 5.2 milljónir og bauð 10 flugsæti til Tólfunnar stuðningsmannasveit Íslensku landsliðanna. Björn Steinbekk hefur þó ekki endurgreitt mér eina krónu og hvað þá beðið mig afsökunar í persónu eða útskýrt sitt mál betur. Spurning að hann eyði frekar tíma sínum í að biðja aðra afsökunar en að heimta slíkt frá öðrum og ráðast á þeirra lífsviðurværi. Ég hef nýtt tækifærið áður að biðja þá alla sem voru í fluginu hjá mér afsökunar og geri ég það hér með aftur. Tekið skal fram að allir miðar á leikinn sem seldust í gegnum mig (netmidi.is) voru endurgreiddir. 74 Miðar voru seldir af 100, sem aldrei fengust afhentir. Höfundur er eigandi lénanna steinbekk.is og offtoiceland.is.
Opinber smánun í boði Nóa Síríus og Sýnar Fyrir rúmri vikur var ég sagður ræningi í hlaðvarpi sem er í eigu Sýnar og birtist á hlaðvarpsvettvangnum Tal sem Sýn á og rekur. 25. ágúst 2022 13:30
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar