Henrik Olin, saksóknari í málinu, sagði í gær að árásarmaðurinn, Theodor Engström, sé grunaður um undirbúning hryðjuverks með því að fremja morð en hann var handtekinn skömmu eftir að hann banaði Ing-Marie Wieselgren á götu úti í Visby.
Wieselgren var einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í geðheilbrigðismálum og var stödd á Gotlandi í tilefni af stjórnmálavikunni. Réðst Engström á hana með hníf og lést hún af sárum sínum.
Olin segir að Lööf hafi verið skotmark árásarinnar, en Lööf átti að halda fréttamannafund nærri staðnum þar sem Engström réðst á Wieselgrein, skömmu eftir að árásin var gerð.
Lööf segir það mjög óþægilegt að vita að hún hafi skotmark árásarinnar og að vitaskuld hafi það áhrif á sig. „En hatrið má ekki vinna,“ segir Lööf.
Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði á Twitter í gær að það sé agalegt að það „hatur sem Svíþjóðardemókratar og önnur hægriöfgaöfl hafi beint að Annie Lööf hafi leitt til þessa“.
Fruktansvärt att det hat som SD och andra högrextrema krafter riktat mot @annieloof lett till detta. All heder och omtanke till dej Annie
— Ann Linde (@AnnLinde) August 25, 2022
Talsmenn Svíþjóðardemókrata hafa gagnrýnt Linde harkalega fyrir að hafa teiknað flokkinn upp sem hóp morðingja.
Kosningabaráttan í Svíþjóð er í fullum gangi en þingkosningar fara fram í landinu þann 11. september næstkomandi.