50 ár frá fyrsta sparkinu á Íslandsmóti kvenna Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 13:00 Fyrstu Íslandsmeistarar kvenna, lið FH frá 1972, ásamt Alberti Guðmundssyni (t.h.) sem beitti sér hvað helst fyrir því að Íslandsmótið skildi stofnað. KSÍ/Helgi Dan Fyrsta Íslandsmót kvenna í fótbolta hófst á þessum degi fyrir sléttum 50 árum, þann 26. ágúst 1972. Breiðablik og Fram komu fyrsta mótinu af stað. Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is. Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Breiðablik og Fram spiluðu fyrsta leik kvenna á Íslandsmóti á Íslandi á Vallagerðisvelli á þessum degi fyrir 50 árum. Fram vann þar 3-2 sigur en Íslandsmótið var með töluvert öðrum hætti en þekkist í dag. Þá var spilað í tveimur fjögurra liða riðlum áður en úrslitaleikur var leikinn. Fram, FH, Þróttur og Breiðablik voru í öðrum riðlinum en Ármann, Haukar, ÍBK og Grindavík í hinum. FH og Ármann unnu riðlana og léku til úrslita þar sem Hafnfirðingar fögnuðu sigri. Vakin er athygli á því á Blikar.is að Breiðablik er eina liðið sem hefur tekið þátt í Íslandsmóti kvenna öll árin frá því að það var sett á laggirnar. „Augnayndi að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu“ Þar er saga stofnunar deildarinnar einnig rakin í stuttu máli en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi út fyrirspurn til knattspyrnusambanda heimsins árið 1970 og vildi vita hversu margar viðurkenndu knattspyrnu kvenna. Aðeins tólf sambönd gerðu það á þeim tíma; Alsír, Suður-Afríka, Formósa, Singapúr, Taíland, Gvatemala, Jamaíka, Frakkland, Vestur-Þýskaland, Svíþjóð og Wales. Að auki var knattspyrna kvenna leikin í fleiri löndum, þar á meðal Danmörku og Englandi, án þess að vera viðurkennd af knattspyrnusambandi landanna. Umræða skapaðist í þjóðfélaginu um málið og sagði meðal annars í Þjóðviljanum þann 9. apríl 1970: „Augnayndi gæti það nú orðið íslenzkum knattspyrnuunnendum, sem flestir eru af sterkara kyninu, að fá að sjá fallegar stúlkur leika knattspyrnu og þarf varla að efa að hún yrði vinsæl íþróttagrein hér á landi“. Bersýnilega má sjá að viðhorfin til knattspyrnu kvenna hafa blessunarlega breyst síðan þá, en Albert Guðmundsson, þáverandi formaður KSÍ, er sagður hafa beitt sér hvað mest fyrir því að Íslandsmót kvenna væri sett á laggirnar. Fyrsti opinberi leikurinn var þá leikur Reykjavíkur og Keflavíkur á Laugardalsvelli 20. júlí 1970, en sá leikur var aðeins tuttugu mínútna langur og var leikinn fyrir karlalandsleik Íslands og Noregs. Íslandsmót kvenna innanhúss fylgdi um haustið 1971 áður en fyrsta Íslandsmótið fór fram á haustmánuðum 1972. Átta lið orðið Íslandsmeistari Fimmtugasti Íslandsmeistaratitilinn er því í boði þegar Bestu deild kvenna lýkur í haust en Valur er með fjögurra stiga forskot á Breiðablik þegar bæði lið eiga fimm leiki eftir. Breiðablik hefur oftast unnið Íslandsmeistaratitilinn, 18 sinnum, en Valur hefur fagnað sigri tólf sinnum og á titil að verja. Sex önnur lið hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn frá stofnun mótsins; KR (sex sinnum, síðast 2003), FH (fjórum sinnum, síðast 1976), Stjarnan (fjórum sinnum, síðast 2016), ÍA (þrisvar, síðast 1987), Þór/KA (tvisvar, síðast 2017) og þá vann Ármann sinn eina titil á öðru Íslandsmóti sögunnar, árið 1973. Greinagóða umfjöllun um sögu Íslandsmótsins má nálgast á Blikar.is.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur FH Fram Tímamót Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn