Það sem vel er gert í íslenskri heilbrigðisþjónustu Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 26. ágúst 2022 12:01 Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan síðustu mánuði og ár hefur snúist um mikið álag á heilbrigðisstarfsfólki, en lítið hefur farið fyrir því sem vel er gert innan heilbrigðiskerfisins. Þar með ætla ég alls ekki að gera lítið úr því sem betur má fara í heilbrigðisþjónustunni og því mikla álagi og undirmönnun sem þar er. En aftur að þvi jákvæða og því sem vel er gert. Þar vil ég nefna störf ljósmæðra og að sú grunnþjónusta sem ljósmæður sinna er fjölskyldum að kostnaðarlausu. Mæðravernd, fæðingarhjálp og umönnun í sængurlegu. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum landsins, frá upphafi meðgöngu og fram að fæðingu. Milli skoðana er síðan hægt að fá símaráðgjöf frá ljósmæðrum. Fjölskyldur geta valið sér heilsugæslustöð (ef það er þeim landfræðilega mögulegt) og geta því valið sinn umönnunaraðila á meðgöngu. Þegar kemur að fæðingu geta fjölskyldur valið sér fæðingarstað alveg óháð sínum efnahag og sér að kostnaðarlausu. Hægt er að velja um að fæða heima, á fæðingarheimilum, ljósmæðrareknum deildum og á hátæknisjúkrahúsi. Allt eftir því hvar fjölskyldan upplifir sitt öryggi í fæðingu. Meðganga og fæðing er náttúrulegt ferli í eðli sínu sem ljósmæður vilja styðja við og styrkja. En stundum er það þannig að eitthvað í heilsufari móður eða barns kallar á aukið eftirlit í meðgöngu og/eða í fæðingu sem getur leitt til aukinna rannsókna og inngripa. Í þeim tilvikum vinna ljósmæður náið með heimilislæknum og fæðingarlæknum. Við slíkar aðstæður er fjölskyldum alltaf ráðlagt að fæðing fari fram á hátæknisjúkrahúsi. Þar er þeirra öryggi best borgið. Ef fjölskyldan upplifir erfiða fæðingarupplifun stendur til boða að fá úrvinnsluviðtal hjá ljósmóður á sinni heilsugæslustöð án kostnaðar. Þegar kemur að sængurlegu geta fjölskyldur valið sér ljósmóður til að sinna þeim í heimaþjónustu sem felur í sér fimm til sjö vitjanir heim allt eftir þörfum og heilsufari móður og barns. Þessar vitjanir eru í boði allan ársins hring, einnig á stórhátíðardögum. Heilsugæslan tekur síðan við og sinnir ungbarnavernd. Fjölskyldan getur valið frá hvaða heilsugæslustöð þau fá þjónustu og aftur þeim að kostnaðarlausu. Það góða aðgengi sem fjölskyldur hafa að ókeypis og öruggri þjónusta hér á landi hefur leitt til þess að mæðra – og ungbarnadauði hér á Íslandi er með því lægsta sem þekkist í heiminum. Fyrir það getum við sem búum á Íslandi verið þakklát fyrir. Í raun getum við ekki borið okkur saman við lönd eins og t.d. Bandaríkin þar sem mæðra- og ungbarnadauði er á við það sem gerist í vanþróuðu ríkjunum. Það eru forréttindi að fá að starfa sem ljósmóðir á Íslandi, þar sem allar fjölskyldur geta fengið góða faglega og örugga þjónustu í sínu nærumhverfi sér að kostnaðarlausu. Að lokum vil ég benda á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis heilsuvera.is þar sem finna má gagnlegt fræðsluefni og ráðleggingar (á íslensku, ensku og pólsku) en sú síða er í stöðugri þróun og uppfærslu. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar