Sextán „fyrirmyndarfyrirtækjum“ veitt viðurkenning Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. ágúst 2022 17:00 Fulltrúar fyrirtækjanna sextán sem þykja til fyrirmyndar. Eyþór Árnason Sextán fyrirtæki hlutu í dag viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ við hátíðlega athöfn á Nauthóli. Auk fulltrúa fyrirtækjanna voru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland viðstödd athöfnina en þau veita viðurkenningarnar. Fyrirtækin sextán standa í fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna banka, fjármálafyrirtæki, tryggingarfélög, fasteignafélög, fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, verkfræðiþjónustu og drykkjarframleiðanda. Fyrirtækin sem hlutu verðlaun sem fyrirmyndarfyrirtæki í ár eru Arion Banki, Landsbankinn, Kvika banki, Íslandssjóðir, Reiknistofa bankanna, Lánasjóður sveitarfélaga, Stefnir, TM, Vátryggingafélag Íslands, Vörður, Eik fasteignafélag, Reitir, Reginn, Sýn, Mannvit og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Tilnefningarnefndir hafi aukið gegnsæi og áhuga Á viðurkenningarathöfninni hélt Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, erindi um hluthafalýðræði og tilnefningarnefndir. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, fór með tölu.Eyþór Árnason Þar sagði hann meðal annars að reynsla af tilnefningarnefndum, sem farið hefur ört fjölgandi á síðustu árum, sé almennt góð. Nefndirnar auki gegnsæi og fagleika auk þess sem framboðum til stjórnarsetu hafi almennt fjölgað með tilkomu þeirra. Þá fór Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að „góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín“ en liður í því er „útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja“. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, veitti viðurkenningarnar og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var fundarstjóri. Kauphöllin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Auk fulltrúa fyrirtækjanna voru Stjórnvísi, Viðskiptaráð, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland viðstödd athöfnina en þau veita viðurkenningarnar. Fyrirtækin sextán standa í fjölbreyttri starfsemi en þar má nefna banka, fjármálafyrirtæki, tryggingarfélög, fasteignafélög, fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki, verkfræðiþjónustu og drykkjarframleiðanda. Fyrirtækin sem hlutu verðlaun sem fyrirmyndarfyrirtæki í ár eru Arion Banki, Landsbankinn, Kvika banki, Íslandssjóðir, Reiknistofa bankanna, Lánasjóður sveitarfélaga, Stefnir, TM, Vátryggingafélag Íslands, Vörður, Eik fasteignafélag, Reitir, Reginn, Sýn, Mannvit og Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Tilnefningarnefndir hafi aukið gegnsæi og áhuga Á viðurkenningarathöfninni hélt Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, erindi um hluthafalýðræði og tilnefningarnefndir. Magnús Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, fór með tölu.Eyþór Árnason Þar sagði hann meðal annars að reynsla af tilnefningarnefndum, sem farið hefur ört fjölgandi á síðustu árum, sé almennt góð. Nefndirnar auki gegnsæi og fagleika auk þess sem framboðum til stjórnarsetu hafi almennt fjölgað með tilkomu þeirra. Þá fór Jón Gunnar Borgþórsson frá JGB ráðgjöf yfir verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum sem sett var á laggirnar fyrir rúmum áratug. Markmið verkefnisins er að stuðla að „góðum stjórnarháttum með því að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda fyrirtækja og auðvelda þeim þannig að rækja störf sín“ en liður í því er „útgáfa, og regluleg uppfærsla, leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja“. Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins, veitti viðurkenningarnar og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, var fundarstjóri.
Kauphöllin Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira