Sommer setti nýtt met í leiknum með því að verja 19 skot en enginn hefur varið jafn mörg skot í einum leik í þýsku úrvalsdeildinni frá því að mælingar hófust. Fyrra metið stóð í 14 markvörslum.
Það er óhætt að fullyrða að yfirburðir Bæjara hafi verið algjörir í þessum leik en það var þó Marcus Thuram sem kom gestunum frá Mönchengladbach yfir í leiknum með marki á 43. mínútu.
Sommer tókst að halda Mönchengladbach inn í leiknum alveg fram að 83. mínútu þegar Leroy Sane skoraði jöfnunarmark Bayern og þar við sat.
Bayern München er þó enn þá í efsta sæti deildarinnar með 10 stig. Borussia Mönchengladbach er hins vegar í 6. sæti með 8 stig.
19 - Yann Sommer has made 19 saves against FC Bayern today - shattering the previous #Bundesliga record in a single match in the competition held by Alexander Schwolow against FC Bayern in January 2022 (14; since det. data collection). Wall. #FCBBMG pic.twitter.com/ODVnFIdYFR
— OptaFranz (@OptaFranz) August 27, 2022