Enski boltinn

Rams­da­le mættur til New­cast­le

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fær tækifærið með Newcastle.
Fær tækifærið með Newcastle. EPA-EFE/DANIEL HAMBURY

Markvörðurinn Aaron Ramsdale er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United á láni frá Southampton.

Hinn 27 ára gamli Ramsdale lék aðeins eitt tímabil með Dýrlingunum. Eftir að falla með liðinu þá mun hann ekki leika með því í B-deildinni. Newcastle ákvað að gefa markverðinum, sem fallið hefur þrisvar á ferli sínum, enn eitt tækifærið í efstu deild.

Ramsdale kemur til Newcastle á láni. Félagið getur svo keypt hann næsta sumar.

„Það er frábært að vera hér. Hef alltaf haft gaman að því að spila hér og séð hversu ástríðufullir, og háværir, stuðningsmenn félagsins eru,“ sagði Ramsdale við undirskriftina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×