Einn gegn öllum Bryndís Schram skrifar 28. ágúst 2022 07:01 Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 1990 var haldin fjölþjóðleg ráðstefna um mannréttindamál í Kaupmannahöfn. Þar voru samankomnir utanríkisráðherrar Evrópuríkja, Bandaríkjnna og Kanada. Og meðal gesta voru utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna, sem hafði verið boðið sérstaklega sem nýfrjálsum þjóðum. Þegar fulltrúar Sovétríkjanna sáu hvers kyns var, stóðu þeir upp og hótuðu að yfirgefa salinn, nema „þessum mönnum“ yrði vísað á dyr. Þeirra lönd væru hluti af Sovétríkjunum og þess vegna ættu þeir ekkert erindi á þennan fund. Til þess að halda friðinn lúffaði Uffe, utanríkisráðherra Dana, sem var gestgjafinn. Fulltrúum Eystrasaltsþjóða var vísað á dyr. Þar með var eiginlega botninn sleginn úr þessari ráðstefnu um mannréttindi í lok Kalda stríðsins. Salurinn var þéttskipaður ráðherrum og sérfræðingum þeirra. Og nú átti að halda áfram, eins og ekkert hefði í skorist. En það fór á annan veg. Þegar kom að Jóni Baldvini í ræðustól, lagði hann frá sér fyrirframsamda ræðu og talaði eins og hugurinn bauð – beint frá hjartanu. Hann tók upp vörn fyrir þessi smáríki og fór hörðum orðum um ófyrirgefanlega framkomu stórveldanna. Svokölluð mannréttindi væru greinilega bara orðin tóm og einskis metin, þegar á reyndi – og brotin á þeim, sem síst skyldi. Enginn annar lagði honum lið né tjáði sig um málið. En enginn hinna viðstöddu – né þeirra brottreknu – gat heldur gleymt þessu augnablíki í sögunni. Þessi atburður í Kaupmannahöfn var eflaust það, sem Landsbergis hafði í huga, þegar hann sagði í símann við Jón Baldvin:“Ef þú meinar eitthvað...... komdu strax. Við væntum hjálpar frá NATO, en þeir þora ekki“. Í ágúst þetta sama ár (1991) var gerð tilraun til stjórnarbyltingar í Moskvu. Allt fór upp í loft.Við munum eftir mynd af glaðhlakkalegum og gleiðfættum Boris Yeltsin uppi á skriðdreka með krepptan hnefa – „Nú er það ég sem ræð“. En var það svo? Hvort var það Gorbachev, Yeltsin eða gamla KGB-klíkan, sem fór með völdin þessa viku? Allt var í óvissu. Og nú var um að gera að nota tímann – nota sér tómarúmið, sem hafði skapast. NATO boðaði til skyndifundar í Brussel. Niðurstaðan af þeim fundi var sú að bíða og sjá, hverju fram yndi. Jón Baldvin lýsti því yfir í stuttri ræðu, að hann væri ekki á sama máli. Nú væri lag – annað hvort að hrökkva eða stökkva. Pólitískt tómarúm – upplausnarástand í Kreml. En Nato vildi bara sitja hjá og - bíða átekta. Þegar ég lít til baka, finnst mér eins og ég hafi verið með honum þennan dag í Brussel – og sérstaklega þetta kvöld í Kaupmannahöfn á heimleiðinni. En auðvitað var ég það ekki nema í huganum. Það má eiginlega segja, að Jón Baldvin hafi hertekið sendiráð Íslands þetta kvöld – og fram á nótt. Hann settist við símann. Það tók alla nóttina að ná sambandi við hinar hersetnu höfuðborgir, Tallinn, Riga og Vilníus. Þar biðu menn milli vonar og ótta eftir tíðindum frá Moskvu. Enginn vissi, hver staðan yrði að morgni næsta dags – hver hefði völdin. Undir morgun höfðu allir utanríkisráðherrar Eystrasaltsríkjanna þegið boð Íslands um að mæta til fundar í Reykjavík innan þriggja daga. Lyklinum var skilað til sendiherra með þakklæti fyrir lánið. Svo var stokkið upp í næstu flugvél og flogið heim. Þegar ég lít til baka, hvarflar það að mér, að enginn – eða fáir – hafi áttað sig á mikilvægi þessa fundar, eða hvað þessi fundur – eða athöfn – átti eftir að draga langan slóða á eftir sér, breyta miklu Í lífi okkar sjálfra og annarra. Mér var ekki boðið að vera viðstödd – ætli ég hafi ekki bara gleymst. En þegar ég skoða myndir frá athöfninni í Höfða, þá má lesa það af svip gestanna þriggja – og gestgjafans – að þeir voru mjög hamingjusamir þennan dag. Þeir „brosa gegnum tárin“. Langþráðum áfanga náð. Fengelsismúrarnir endanlega að hrynja. Þessi saga byrjaði með því, að fyrir þrjátíu árum stóð einn maður upp – einn gegn öllum – og mótmælti rangsleitni og þöggun. Þrjátíu árum síðar, þegar þessi saga er rifjuð upp og fulltrúar hinna hernumdu þjóða vilja þakka fyrir sig, þá er einum manni úthýst. Þeim hinum sama og mótmælti í upphafi.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun