Sitja uppi með stóra skuld eftir andlát sonar síns Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2022 08:32 Bangladesinn Mohammad Shahid Miah er á meðal þúsunda farandverkamanna sem hafa látið lífið við uppbygginguna fyrir HM í Katar. Skjáskot Sænska fjölmiðlafyrirtækið Blankspot hefur opnað vefsíðu sem ber heitið Spjöldin í Katar (e. Cards of Qatar) þar sem fjölmargra verkamanna sem létust við uppbyggingu komandi heimsmeistaramóts í fótbolta er minnst. Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar. Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Síðan er sett upp í stíl fótboltaspjalda sem oft eru vinsæl í kringum heimsmeistaramót. Í stað þess að leikmenn prýði spjöldin eru það látnir verkamenn og saga þeirra sögð í von um að vekja frekari athygli á voðaverkum sem hafa farið fram til að byggja upp dýrasta heimsmeistaramót allra tíma. The Guardian greindi frá því í febrúar í fyrra að allavega 6.500 verkamenn hefðu látið lífið við uppbygginguna í Katar. „Þessir verkamenn eru ekki bara einhver tölfræði. Þeirra sögur verða að heyrast,“ er haft eftir Martin Schibbye, ritstjóra og annars stofnenda Blankspot. Mohammad Shahid Miah frá Bangladesh er á meðal þeirra sem er minnst á síðunni. Hann lést 29 ára að aldri í hitteðfyrra. „Gríðarlegar rigningar í Katar haustið 2020 voru dauðadómur Mohammad. Vatnið rann inn á gólf í híbýli hans og náði í rafmagnssnúrur. Þegar hann steig á blautt gólfið varð hann fyrir raflosti og lést. Mohammad hafði borgað ráðningarfyrirtæki 4.800 dollara [tæplega 700 þúsund krónur] fyrir starfið í Katar. Skuldin stendur eftir og foreldrar hans þurfa nú að greiða hana. Faðir hans segir fjölskylduna enn bíða bóta frá ríkinu,“ Landa hans frá Bangladesh, Mohammad Russel Parvez, er einnig minnst: „Lík Mohammad fannst í ruslatunnu í Katar örfáum dögum fyrir jól árið 2020. Hann var 33 ára einkasonur. Shirina Akhter Banu, móðir hans, tók við líki hans í þorpi þeirra, Doulatpur, í vestur Bangladesh um mánuði síðar. Hann vann byggingaverkamaður og féll af tíu hæða húsi, samkvæmt móður hans,“ Fjölmargra annarra er minnst á síðunni, flestir frá Indlandi, Nepal eða Bangladesh. Mörg þeirra létust úr hjartaáfalli þrátt fyrir enga sögu um hjartasjúkdóma, þar sem hita og álagi er kennt um. Hér má nálgast spjöldin frá Katar.
Katar HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira