Fótbolti

Nýr vara­búningur ís­lensku lands­liðanna fær mis­jafnar mót­tökur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Nýr landsliðsbúningur Íslands.
Nýr landsliðsbúningur Íslands. Knattspyrnusamband Íslands

Knattspyrnusamband Íslands hefur opinberað nýja varateyju landsliða Íslands í fótbolta. Treyjan fær misjöfn viðbrögð á samfélagsmiðlum sambandsins.

Treyjan var kynnt á samfélagsmiðlum KSÍ nú í morgunsárið. Treyjan er hvít og munu íslensku landsliðin leika í henni þegar það verður ekki í boði að leika í hinum hefðbundnu bláu treyjum sem íslenska landsliðið leikur alla jafnan í.

Íslenska kvennalandsliðið leikur gríðarlega mikilvægan leik gegn Hollandi ytra þann 6. september næstkomandi og gæti farið svo að liðið muni frumsýna treyjuna þá. Sigur þar og Ísland tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sumarið 2023. Það er ef liðið vinnur Belarús nokkrum dögum áður á Laugardalsvelli.

Íslenska karlalandsliðið mætir Albaníu ytra í Þjóðadeildinni undir lok septembermánaðar. Það gæti verið fyrsti leikurinn sem karlalandsliðið mun leika í treyjunni.

Mörg hafa líkað við færslur sambandsins um nýja búninginn en ef skoðuð eru svör og ummæli við myndum af búninginum þá eru þau flest öll neikvæð. Mynd segir meira en 1000 orð en sjá mynd af búningnum hér að ofan sem og önnur smáatriði treyjunnar má sjá Facebook-síðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×