Mikil samstaða í hópi fjallabrunara eftir slysið í Úlfarsfelli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. ágúst 2022 13:33 Útsýni af Úlfarsfelli. Vísir/Vilhelm Sautján ára strákur sem slasaðist alvarlega í hjólreiðakeppni á laugardag undirgekkst aðgerð um helgina en hann hlaut áverka á baki. Meðstjórnandi Hjólreiðasambands Íslands segir viðbragð á staðnum hafa verið fumlaust en verkferlar við slíkum slysum verði til umræðu á næsta fundi sambandsins. Mikil samstaða sé í fámennum hóp þeirra sem keppa í fjallabruni og hugur allra hjá drengnum, sem er vel þekktur í þeirra heimi. Slysið varð þegar Kulda fjallabrunið svokallaða fór fram í Úlfarsfelli á laugardag en áverkarnir drengsins voru þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út og flutti drenginn á Landspítalann skömmu síðar. Lögregla er nú með málið til skoðunar, líkt og venjan er þegar slys verða. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi í stjórn Hjólreiðasambands Íslands, var á mótinu en sá þó ekki þegar slysið átti sér stað. Hann var í kjölfarið í sambandi við foreldra drengsins. „Hann fór í aðgerð þarna um kvöldið eða nóttina og er síðan bara að vinna úr því, ég þekki ekki meira hvernig fór þegar aðgerðin var að baki,“ segir Björgvin en foreldrarnir eru líkt og við var að búast slegnir og eru sjálfir að vinna úr áfallinu. Hvað viðbragð á staðnum varðar segir Björgvin að viðbragðið hafi verið mjög gott þó engir sérstakir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur alvarlegt slys. Úr því verði þó bætt. „Það er klárt, þetta verður tekið upp á reglulegum fundum Hjólreiðasambandsins og þetta mál verður krufið. Við getum reynt að minnka hættuna á slysum en þarna er krafa um mikinn öryggisbúnað á keppendum og verkferlar verða örugglega settir niður á blað um hvað á að gera,“ segir hann. Hugur allra hjá drengnum Eftir slysið leituðu mótshaldarar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Rauða krossins en í fjölmiðlum var greint frá því að um 40 manns höfðu þegið áfallahjálp eftir að hafa orðið vitni að slysinu. Björgvin segir þetta ekki rétt, fáir hafi beinlínis orðið vitni að slysinu og einungis hafi verið um að ræða samstöðufund. „Þar voru foreldrar með keppendum og þetta var bara góður spjallfundur og niðurstaða Rauða krossins var að þetta væri samheldinn hópur. Þetta var bara gott spjall,“ segir hann. Slys sem þetta séu mjög sjaldgæf og því um mikið áfall að ræða. Hópur fjallabrunara sé fámennur en samstaða með drengnum sé þeim efst í huga. „Það er bara virkilega fallegt að allir eru með hugann hjá honum því að hann er vel þekktur í heimi fjallabrunara. Þetta er feykilega sterkur og öflugur hópur og alltaf allir boðnir og búnir að hjálpa hvor öðrum,“ segir Björgvin. Mosfellsbær Hjólreiðar Tengdar fréttir Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Slysið varð þegar Kulda fjallabrunið svokallaða fór fram í Úlfarsfelli á laugardag en áverkarnir drengsins voru þannig að ekki var talið öruggt að flytja hann landleiðina á sjúkrahús. Þyrla Landhelgisgæslunnar var því kölluð út og flutti drenginn á Landspítalann skömmu síðar. Lögregla er nú með málið til skoðunar, líkt og venjan er þegar slys verða. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi í stjórn Hjólreiðasambands Íslands, var á mótinu en sá þó ekki þegar slysið átti sér stað. Hann var í kjölfarið í sambandi við foreldra drengsins. „Hann fór í aðgerð þarna um kvöldið eða nóttina og er síðan bara að vinna úr því, ég þekki ekki meira hvernig fór þegar aðgerðin var að baki,“ segir Björgvin en foreldrarnir eru líkt og við var að búast slegnir og eru sjálfir að vinna úr áfallinu. Hvað viðbragð á staðnum varðar segir Björgvin að viðbragðið hafi verið mjög gott þó engir sérstakir verkferlar séu til staðar þegar upp kemur alvarlegt slys. Úr því verði þó bætt. „Það er klárt, þetta verður tekið upp á reglulegum fundum Hjólreiðasambandsins og þetta mál verður krufið. Við getum reynt að minnka hættuna á slysum en þarna er krafa um mikinn öryggisbúnað á keppendum og verkferlar verða örugglega settir niður á blað um hvað á að gera,“ segir hann. Hugur allra hjá drengnum Eftir slysið leituðu mótshaldarar í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur til Rauða krossins en í fjölmiðlum var greint frá því að um 40 manns höfðu þegið áfallahjálp eftir að hafa orðið vitni að slysinu. Björgvin segir þetta ekki rétt, fáir hafi beinlínis orðið vitni að slysinu og einungis hafi verið um að ræða samstöðufund. „Þar voru foreldrar með keppendum og þetta var bara góður spjallfundur og niðurstaða Rauða krossins var að þetta væri samheldinn hópur. Þetta var bara gott spjall,“ segir hann. Slys sem þetta séu mjög sjaldgæf og því um mikið áfall að ræða. Hópur fjallabrunara sé fámennur en samstaða með drengnum sé þeim efst í huga. „Það er bara virkilega fallegt að allir eru með hugann hjá honum því að hann er vel þekktur í heimi fjallabrunara. Þetta er feykilega sterkur og öflugur hópur og alltaf allir boðnir og búnir að hjálpa hvor öðrum,“ segir Björgvin.
Mosfellsbær Hjólreiðar Tengdar fréttir Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52
Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34
Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. 28. ágúst 2022 11:24