Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 14:01 Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Ivan tók myndbandið upp með myndavél sem hann bar á flughjálmi sínum. Myndbandið er sagt til minningar um Yevhen Lysenko, flugmann sem féll í átökum við Rússar í mars. Ein eldflaugin sem Ivan skýtur er sögð vera AGM-88 HARM eldflaug sem fékkst frá Bandaríkjunum en þær eru þróaðar til að elta uppi merki frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Rússar héldu því fram snemma eftir að innrás þeirra í Úkraínu hófst í febrúar að þeir hefðu grandað úkraínska flughernum og tryggt sér yfirráð í lofti yfir Úkraínu. Rússar segjast hafa skotið niður mun fleiri orrustuþotur en Úkraínumenn hafa átt. Flugher Úkraínu er þó enn virkur og hefur tekið þátt í gagnárásunum sem hófust í Kherson-héraði í gærmorgun. One of the pilots has made a footage of the MiG-29 fighter jets combat operations. pilot Ivan dedicates this video to major Yevhen Lysenko, his fallen brother in arms, who heroically died in an aerial fight against the invaders on March 9. pic.twitter.com/eUVYIAboDr— Ukrainian Air Force (@KpsZSU) August 30, 2022 Í morgun sögðust Rússar hafa skotið niður 278 herflugvélar Úkraínumanna, 148 þyrlur, 1.837 dróna og grandað 370 loftvarnarkerfum. Þegar innrásin hófst áttu Úkraínumenn 125 herflugvélar og allar voru þær frá tímum Sovétríkjanna. Einungis örfáar þeirra höfðu verið uppfærðar á undanförnum árum, samkvæmt frétt Forbes frá því í vor. Slóvakar og aðrir bandamenn Úkraínu hafa sent gamlar orrustuþotur frá tímum Sovétríkjanna til Úkraínu frá því innrásin hófst en Úkraínumenn eru þrátt fyrir það langt frá því að hafa átt 270 herþotur. Sérfræðingar sem halda utan um lista yfir hergögn sem búið er að granda í Úkraínu segja Úkraínumenn hafa misst 37 orrustuþotur frá því innrásin hófst. Þá hafi Úkraínumenn misst fjórar flutningavélar og þrettán herþyrlur. Þessar tölur ná eingöngu yfir hergögn sem hægt er að staðfesta með myndefni að hafi verið grandað. Rússar eru sagðir hafa misst 51 orrustuþotu, eina flutningavél og 49 herþyrlur.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17 Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Sjá meira
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Selenskí varar innrásarhermenn í Kherson við yfirvofandi gagnárásum Úkraínuher hefur hafið gagnárás sína í suðurhluta Úkraínu, eftir að hafa unnið að því í nokkrar vikur að rjúfa birgðarlínur Rússa í Kherson og einangra innrásarhermenn þar. 30. ágúst 2022 08:17
Segjast hafa brotið sér leið í gegnum varnir Rússa Úkraínumenn segjast hafa gert umfangsmiklar gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í Suður-Úkraínu. Embættismenn segja gagnárásirnar hafa skilað árangri og þeir hafi brotið sér leið í gegnum varnir Rússa á svæðinu. 29. ágúst 2022 11:24