Markalaust var þegar flautað var til hálfleiks í viðureign Fulham og Brighton, en það var Serbinn Aleksandar Mitrovic sem braut ísinn fyrir heimamenn í Fulham strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks.
Sjö mínútum síðar var staðan svo orðin 2-0 þegar Lewis Dunk varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Alexis MacAllister minnkaði þó muninn fyrir gestina með marki af vítapunktinum eftir klukkutíma leik og þar við sat.
Niðurstaðan því 2-1 sigur Fulham, en liðið er nú með átta stig í fimmta sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm leiki tímabilsins. Brighton situr hins vegar sæti ofar með tíu stig.
Three points at the Cottage! 🤩#FULBHA pic.twitter.com/rdGOEi3oK2
— Fulham Football Club (@FulhamFC) August 30, 2022
Á sama tíma tók Crystal Palace á móti Brentford þar sem Wilfried Zaha kom heimamönnum yfir á 59. mínútu áður en Yoane Wissa jafnaði metin tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.
Crystal Palace situr nú í 13. sæti deildarinnar með fimm stig eftir jafn marka leiki, en Brentford situr hins vegar í níunda sæti með sex stig.