Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 10:30 Stefán Ragnarsson, Sigurður G. Guðjónsson, Jón Magnússon og Guðmundur St. Ragnarsson lögmenn mannanna sem eru ákærðir í málinu. Hér má sjá þá í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins í gær. Vísir Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrí hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn, sem kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í öðrum ákæruliði voru fjórir mannanna ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina síðastliðinn maí lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríhúana og 131 kannabisplöntu. Einn mannanna neitaði sök en tveir þeirra játuðu, þó með fyrirvara um magnið sem lagt var hald á. Þá mótmælti annar þeirra, sá sem jafnframt á útihúsið, að brotið hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í gær. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst við leit lögreglu Fjórði maðurinn, sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ræktuninni, var ekki viðstaddur þingfestingu málsins þar sem hann situr nú inni á Litla Hrauni og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Hann mun taka afstöðu til ákæranna í næstu viku. Sá er jafnframt ákærður fyrir að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúm 224 grömm af amfetamíni, rúm 1.792 grömm af kókaíni, rúm 6.731 grömm af MDMA, rúm 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum sem lögregla fann og lagði hald á við húsleit. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa á sama tíma haft í bifreið sinni 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögreglan fann og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa í annarri bifreið haft í fórum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í hestuhúsi í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúm 462 grömm af amfetamíni, rúm 26.298 grömm af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, 4 stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla lagði hald á við leit. Einn mannanna, sem er einnig ákærður fyrir innflutning saltdreifarans og kannabisræktunina, er ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Reykjavík haft í vörslum sínum 12,13 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit. Hann játaði brotið við þingfestingu málsins í gær. Aðalmeðferð mun fara fram í málinu, að öllu óbreyttu, dagana 19. til 21. september næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Um er að ræða þrjú mál sem ákært er fyrir. Þrír mannanna eru ákærðir í fyrsta lið, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Í ákæru er því lýst að mennirnir þrí hafi í ársbyrjun 2020 staðið saman að innflutningi saltdreifara, sem í voru faldir 53 lítrar af amfetamínvökva, hingað til lands frá Hollandi. Með vökvanum hafi mennirnir framleitt allt að 117,5 kíló af amfetamíni í dreifingarskyni. Saltdreifarinn, sem kom hingað til lands í febrúar 2020 með Norrænu en var fluttur til Þorlákshafnar í mars á sama ári. Lögreglan fann svo dreifarann í nóvember 2020 í útihúsi á bæ í Rangárþingi ytra en lagði ekki hald á hann fyrr en við húsleit í maí síðastliðnum. Mennirnir þrír neituðu allir sök í þessum fyrsta ákæruliði. Í öðrum ákæruliði voru fjórir mannanna ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa um nokkurt skeið staðið saman að kannabisræktun í áðurnefndu útihúsi. Við húsleitina síðastliðinn maí lagði lögregla hald á 6.110 grömm af kannabisplöntum, 16.265 grömm af maríhúana og 131 kannabisplöntu. Einn mannanna neitaði sök en tveir þeirra játuðu, þó með fyrirvara um magnið sem lagt var hald á. Þá mótmælti annar þeirra, sá sem jafnframt á útihúsið, að brotið hafi verið liður í starfsemi skipulagðra brotasamtaka. Fréttastofa fjallaði ítarlega um málið í gær. Gríðarlegt magn fíkniefna fannst við leit lögreglu Fjórði maðurinn, sem er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í ræktuninni, var ekki viðstaddur þingfestingu málsins þar sem hann situr nú inni á Litla Hrauni og tók því ekki afstöðu til ákærunnar. Hann mun taka afstöðu til ákæranna í næstu viku. Sá er jafnframt ákærður fyrir að hafa í bílskúr í Hafnarfirði haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni rúm 224 grömm af amfetamíni, rúm 1.792 grömm af kókaíni, rúm 6.731 grömm af MDMA, rúm 1.835 grömm af metamfetamíni, 41.750 millilítra af amfetamínvökva, 20.850 millilítra af MDMA vökva og 7.101 stykki af MDMA töflum sem lögregla fann og lagði hald á við húsleit. Hann er auk þess ákærður fyrir að hafa á sama tíma haft í bifreið sinni 100 millilítra af kannabisblönduðum vökva sem lögreglan fann og lagði hald á og 0,31 gramm af kókaíni. Auk þess er hann ákærður fyrir að hafa í annarri bifreið haft í fórum sínum 4,85 grömm af kókaíni og 6,04 grömm af maríhúana sem lögregla fann við leit. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa í hestuhúsi í Reykjavík haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni rúm 462 grömm af amfetamíni, rúm 26.298 grömm af hassi, 2,28 grömm af kókaíni, rúm 3.092 grömm af maríhúana, 2,06 grömm af metamfetamíni, 260 millilítra af amfetamíni, 13 stykki af LSD, 4 stykki af MDMA og 20 millilítra af kannabisblönduðum vökva, sem lögregla lagði hald á við leit. Einn mannanna, sem er einnig ákærður fyrir innflutning saltdreifarans og kannabisræktunina, er ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Reykjavík haft í vörslum sínum 12,13 grömm af kókaíni sem lögregla fann við leit. Hann játaði brotið við þingfestingu málsins í gær. Aðalmeðferð mun fara fram í málinu, að öllu óbreyttu, dagana 19. til 21. september næstkomandi í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Saltdreifaramálið Dómsmál Fíkniefnabrot Smygl Lögreglumál Tengdar fréttir Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Sjá meira
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hafi lagt hald á Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn fíkniefna og handtekið tíu manns í tengslum við tvær umfangsmiklar rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. 9. júní 2022 14:25
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent