„Skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 10:30 Elín Metta Jensen lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni. Getty/Dave Howarth Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum settu stórt spurningamerki við það að Elín Metta Jensen skyldi fá sæti í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi og Hollandi, í leikjum sem gætu skilað Íslandi á HM í fyrsta sinn. Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“ HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira
Elín Metta lék aðeins örfáar mínútur á EM í Englandi í sumar, í lokaleiknum gegn Frakklandi, eftir að hafa verið aðalframherji Íslands í undankeppninni og markahæst með sex mörk. Þáttastjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, Helena Ólafsdóttir, velti upp þeirri spurningu hvort rétt hefði verið af Þorsteini Halldórssyni að velja Elínu Mettu í landsliðið núna, miðað við frammistöðu hennar með Val í sumar þar sem hún hefur misst byrjunarliðssæti sitt. „Ég hef í gegnum tíðina verið einn mesti aðdáandi Elínar Mettu og fyrir þetta tímabil hefði ég alltaf valið hana sem fyrsta framherja í staðinn fyrir Berglindi [Björgu Þorvaldsdóttur]. En hún er ekki búin að vera hundrað prósent,“ sagði Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, aðstoðarþjálfari Selfoss. „Gullið tækifæri til að velja Jasmín“ „Ég skildi það að taka hana með á EM en setti spurningamerki við það að taka hana með núna. Þú getur notað Sveindísi uppi á topp, og Svövu. Svo fannst mér þetta gullið tækifæri til að velja Jasmín Erlu [Ingadóttur úr Stjörnunni], sem er búin að vera heitasti leikmaður mótsins upp á síðkastið og ótrúlega vaxandi í sumar. Ég skil ekki alveg það að velja Elínu Mettu á þeim stað sem hún er núna. Hún kom til dæmis ekki inn á í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Ég velti því þess vegna fyrir mér hvert hennar hlutverk er,“ sagði Bára. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um Elínu Mettu Elín Metta frábær en átt í vandræðum Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sem reyndar er liðsfélagi Elínar Mettu hjá Val, segir erfitt að svara því hvort réttmætt sé að Elín Metta sé í íslenska landsliðshópnum. Ásgerður benti á að í grunninn væri Elín Metta frábær leikmaður, og Bára tók fullkomlega undir það. „Mér finnst Berglind mega fá sviðið. Berglind var góð á EM. Mér fannst hún halda sinni stöðu vel, vera góð í Frakkaleiknum, og mér finnst hún hafa vaxið inn í sitt hlutverk sem framherji númer eitt,“ sagði Ásgerður en tjáði sig svo lítillega um Elínu Mettu, fyrir áeggjan Báru: „Elín Metta er frábær leikmaður en hún er búin að vera í vandræðum. Hvort það sé réttmætt að hún sé í þessum hópi finnst mér erfitt að svara. Ég veit bara það að hún er frábær leikmaður þegar hún er upp á sitt besta.“
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Besta deild kvenna Valur Landslið kvenna í fótbolta Bestu mörkin Fótbolti Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Athletic Bilbao | Erfitt verkefni bíður Madrídinga Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Sjá meira