Alfreð semur við Lyngby: „Velkomið Finnbogason“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 22:20 Alfreð Finnbogason er genginn í raðir Lyngby. Getty/Laszlo Szirtesi Alfreð Finnbogason hefur samið við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Verður hann þriðji Íslendingurinn á mála hjá félaginu en Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins og Sævar Atli Magnússon spilar með því. Alfreð æfði með Lyngby eftir að samningur hans í Þýskalandi rann út en liðið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað. Þegar sjö umferðir eru búnar er liðið á botninum með aðeins tvö stig. Alfreð, sem á þó enn eftir að fara í læknisskoðun, skrifar undir eins árs samning við Lyngby. Eitthvað hefur gleymst að heyra í Íslendingunum er kynningarmyndbandið var sett saman því það endar á „Velkomið Finnbogason“ frekar en „Velkominn Finnbogason.“ Der mangler fortsat lægetjek og de sidste papirer, men Lyngby Boldklub er her til aften blevet enig med Alfred Finnbogason om en et-årig kontrakt. Islændingen flyver torsdag til København for lægetjek og kontraktunderskrivelse. https://t.co/bXCHsgwXvT#SammenforLyngby pic.twitter.com/homjdhf3aS— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2022 Danmörk verður áttunda landið sem Alfreð spilar í á ferli sínum. Eftir að yfirgefa Breiðablik fór hann til Lokeren í Belgíu, þaðan til Helsingborg í Svíþjóð og svo Heerenveen í Hollandi. Næst lá leiðin til Real Sociedad á Spáni og svo Olympiacos í Grikklandi áður en hann endaði hjá Augsburg. Alfreð á að baki 61 A-landsleik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim 15 mörk. Hann tók nýverið fyrir að landsliðsskórnir væru farnir upp í hillu og ef skrokkurinn er í lagi þá er Alfreð meira en til í að spila fyrir Íslands hönd ef kallið kemur. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir „Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“ Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 6. júlí 2022 12:00 Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5. júlí 2022 09:00 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Sjá meira
Alfreð æfði með Lyngby eftir að samningur hans í Þýskalandi rann út en liðið er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni og hefur ekki farið neitt sérstaklega vel af stað. Þegar sjö umferðir eru búnar er liðið á botninum með aðeins tvö stig. Alfreð, sem á þó enn eftir að fara í læknisskoðun, skrifar undir eins árs samning við Lyngby. Eitthvað hefur gleymst að heyra í Íslendingunum er kynningarmyndbandið var sett saman því það endar á „Velkomið Finnbogason“ frekar en „Velkominn Finnbogason.“ Der mangler fortsat lægetjek og de sidste papirer, men Lyngby Boldklub er her til aften blevet enig med Alfred Finnbogason om en et-årig kontrakt. Islændingen flyver torsdag til København for lægetjek og kontraktunderskrivelse. https://t.co/bXCHsgwXvT#SammenforLyngby pic.twitter.com/homjdhf3aS— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) August 31, 2022 Danmörk verður áttunda landið sem Alfreð spilar í á ferli sínum. Eftir að yfirgefa Breiðablik fór hann til Lokeren í Belgíu, þaðan til Helsingborg í Svíþjóð og svo Heerenveen í Hollandi. Næst lá leiðin til Real Sociedad á Spáni og svo Olympiacos í Grikklandi áður en hann endaði hjá Augsburg. Alfreð á að baki 61 A-landsleik fyrir íslenska landsliðið og hefur skorað í þeim 15 mörk. Hann tók nýverið fyrir að landsliðsskórnir væru farnir upp í hillu og ef skrokkurinn er í lagi þá er Alfreð meira en til í að spila fyrir Íslands hönd ef kallið kemur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir „Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“ Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 6. júlí 2022 12:00 Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5. júlí 2022 09:00 „Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30 Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00 Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Sjá meira
„Hann er einhver sem ungu leikmennirnir geta lært mikið af“ Alfreð Finnbogason æfir þessa dagana með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. 6. júlí 2022 12:00
Alfreð æfir með Lyngby: Gæti spilað síðar í vikunni Alfreð Finnbogason æfir með lærisveinum Freys Alexanderssonar hjá danska úrvalsdeildarfélaginu Lyngby. Gæti Alfreð spilað æfingaleik með liðinu á föstudaginn kemur. 5. júlí 2022 09:00
„Er heill núna en út af nokkrum ástæðum gaf ég ekki kost á mér“ Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason segist alls ekki hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir að aðstæður undanfarin tvö ár ekki hafa boðið upp á að taka þátt í verkefnum íslenska landsliðsins. 16. júní 2022 14:30
Meiddist illa á hné skömmu fyrir HM og hefði í raun ekki átt að spila á mótinu Alfreð Finnbogason meiddist illa á hné skömmu fyrir heimsmeistaramótið í fótbolta sem fram fór í Rússlandi sumarið 2018. Hann spilaði í gegnum sársaukann en segir meiðslin hafa haft áhrif á feril sinn í töluvert langan tíma eftir að móti lauk. 16. júní 2022 07:00
Alfreð farinn frá Augsburg Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag. 15. júní 2022 13:33