Í tíu ára fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:17 Hér má sjá Webster veifa flaggstönginni sem hann barði að lögreglumanninum áður en hann stökk yfir girðinguna og réðist á hann. AP/Metropolitan Police Department Fyrrverandi lögreglumaður frá New York borg hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa ráðist á lögreglumann í óeirðunum og áhlaupinu á bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021. Maðurinn hélt því fram við kviðdóm að hann hafi gripið til ofbeldisins í sjálfsvörn. Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Um er að ræða þyngsta dóminn sem fallið hefur vegna áhlaupsins á bandaríska þinghúsið enn sem komið er. Hinn 56 ára gamli Thomas Webster náðist á myndbönd í áhlaupinu þar sem hann sást meðal annars sveifla járnstöng að lögreglumanninum Noah Rathbun áður en hann fór yfir grindverkið sem lögregla hafði komið upp fyrir framan þinghúsið. Þegar yfir var komið felldi Webster Rathbun og notaði hökubandið á einkennishúfu hans til að taka hann kyrkingartaki. Webster var sakfelldur fyrir alla sex ákæruliði, þar af fimm sem flokkast til stórfelldra glæpa, í maí en dómur var kveðinn upp í gær. Webster grét þegar dómur var kveðinn upp og baðst vægðar.AP Photo/Jose Luis Magana Dómarinn sagði við Webster í gær að það hafi ekki verið fyrr en hann mætti á staðinn sem allt fór úr böndunum. Þá valdi myndbandið honum uppnámi, enn þann dag í dag. „Enginn ýtti þér áfram, þú hljópst,“ sagði dómarinn og bætti við að framburður Websters um hvað hafi gerst væri algjör mótsögn við það sem sæist á myndbandinu: „Þú bjóst til einhverja allt aðra atburðarrás.“ Webster var grátklökkur þegar dómur var kveðinn upp yfir honum og hann bað dómarann að sýna sér miskunn og sagðist hafa mistekist að „vera nógu hugrakkur til að halda aftur af“ sér þennan dag. Rathbun var viðstaddur við uppkvaðningu dómsins í gær, íklæddur lögreglubúningnum sínum. Webster bað Rathbun afsökunar fyrir það sem hann hafði gert. Saksóknarar lögðu áherslu á það í málflutningi sínum að Webster hafi tekið skotvopn með sér til Washington og að hann hafi verið íklæddur skotvarnarklæðnaði, sem hann hafði fengið í gegn um starf sitt sem lögreglumaður í New York.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11 Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11 Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Fleiri fréttir Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Sjá meira
Hafi gripið í stýrið og öskrað: „Ég er helvítis forsetinn. Farðu með mig í þinghúsið núna“ Cassidy Hutchinson, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, gaf skýrslu á opnum fundi þingnefndar sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið sem gerð var þann 6. janúar síðastliðinn. Meðal þess sem Hutchinson ber vitni um eru samtöl sem áttu sér stað innan Hvíta hússins á meðan hún starfaði þar. 28. júní 2022 21:11
Ár frá árásinni á þinghúsið: Tak Trumps á Repúblikanaflokknum hefur aldrei verið þéttara Ár er liðið frá því að stór hópur stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, ruddi sér leið í gegnum tálma lögreglunnar og reyndi að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna 2020. Kosninga sem Trump tapaði gegn Joe Biden. 6. janúar 2022 09:11
Stefna nánum bandamönnum Trump vegna árásarinnar á þinghúsið Þingnefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Donald Trump á bandaríska þinghúsið í janúar hefur stefnt fjórum ráðgjöfum og embættismönnum hans til að bera vitni og afhenda gögn. Á meðal þeirra sem er stefnt er Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins. 24. september 2021 11:50