ÍR fékk hinn 26 ára gamla kraftframherja Tylan Birts sem síðast spilaði sem atvinnumaður í Austurríki og þar áður í Georgíu, eftir að hafa útskrifast úr Barry háskólanum árið 2020.
Breiðablik fékk hins vegar til sín Jeremy Smith sem spilaði einnig með liðinu tímabilið 2017-18 og hjálpaði svo liði Hauka að komast upp úr 1. deild á síðustu leiktíð, þegar hann skoraði að meðaltali 25 stig í leik, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Smith hefur í sumar verið að spila í næstefstu deild í Ástralíu en von er á honum til Íslands um miðjan mánuðinn.
Keppni í Subway-deild karla hefst 6. október, þegar Breiðablik sækir Þór Þorlákshöfn heim. ÍR spilar gegn Njarðvík sama kvöld.