Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2022 14:55 Dómari taldi hætta á að maðurinn myndi halda áfram brotum sínum yrði hann látinn laus, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira