Íslendingar á meginlandinu glíma við margfalt hærri reikninga Snorri Másson skrifar 3. september 2022 09:31 Staðan á orkumarkaði í Evrópu er grafalvarleg að sögn Íslendinga búsettra á meginlandinu. Dæmi eru um að fólk sé að fá allt að 200 prósentum hærri reikninga fyrir hita og rafmagni nú en fyrir ári síðan. Rússar munu ekki opna fyrir Nordstream gasleiðsluna til Evrópu á morgun líkt og til stóð, sem er talið viðbragð við nýjum aðgerðapakka G-7 ríkjanna. G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur. Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
G7-ríkin komu sér í dag saman um hámarksverð sem greiða megi fyrir rússneska olíu í von um að takmarka áhrif Rússa á heimsmarkaði með orku; og um leið í von um að bjarga eigin hagkerfum. Frá því að dregið var úr gasviðskiptum við Rússa vegna stríðsins hafa miklar sviptingar orðið á evrópskum orkumarkaði. Hér heima finna fáir fyrir miklum hækkunum í orkuverði en Íslendingar erlendis gera það sannarlega. Eiríkur Ragnarsson hagfræðingur segir þýskt efnahagslíf ekki fara varhluta af verðhækkunum á orkumarkaði - og að leitað sé leiða til að lágmarka notkun gass.Eikonomics Eiríkur Ragnarsson hefur búið í Þýskalandi um árabil og er nú í Marburg. „Ég er búinn að vera að gera fullt. Ég er búinn að taka og fylla báða kofana hjá okkur af timbri til að skipta út gasi. Við erum með ansi fínan vatnshitunarbúnað sem hitar vatn úr sólinni. Þannig að ég ætla að takast á við veturinn með nánast engu gasi eins og ég get,“ segir Eiríkur í samtali við fréttastofu. Helgi Birnir Helgason hefur búið á Spáni í meira en tuttugu ár og annast það meðal annars að hjálpa Íslendingum á Spáni að fá betri samninga við orkufyrirtæki. Sjálfur rekur hann Subway á Benidorm - rafmagnsreikningurinn þar hefur farið úr 1.500 evrum í 3.500 evrur á einu ári. „Ég er búinn að borga júlí en mér hrýs hugur við ágústreikngnum, hvort hann verði 4.000 evrur eða meira. Þetta er rosalega erfitt. Maður er alltaf að heyra fleiri dæmi af því að einstaklingar bara geta ekki notað þetta og það er bara allt skorið niður,“ segir Helgi Birnir. Fjöldi Íslendinga býr í spænskum borgum og bæjum á borð við Benidorm, þar á meðal Helgi Birnir Helgason, sem er rekstraraðili Subway á staðnum. Orkureikningurinn hefur þrefaldast á innan við ári hjá mörgum.Getty Images Kristín Jónsdóttir Parísardaman svonefnda upplýsir fréttastofu um að það sé ekki óalgengt á kaffihúsum borgarinnar þessa dagana að fólk ræði það við hvert annað, og ekki alltaf á léttum nótum, hvort því verði nokkuð kalt í vetur. Þess eru dæmi í Frakklandi að rafmagnsreikningurinn hafi hækkað um 200% á skömmum tíma. Í Þýskalandi eru raddir á hinu pólitíska sviði sem segja: Þýska hagkerfið hlýtur að skipta meira máli en svo að við getum leyft stríðinu að halda áfram. Svona gangi þetta ekki. Eiríkur segir þessar raddir þó á jaðri stjórnmálanna. „Svona almennt sættir 75% samfélagsins sig við það að þetta er krísa og það sem við verðum að gera er það sem við verðum að gera og það er að styðja Úkraínu, halda áfram og þramma eins og við getum,“ segir Eiríkur.
Orkumál Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira