Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. september 2022 14:32 Bótoxi sprautað í konu á Spáni. Miquel Benitez/GettyImages Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf. Spánn Lýtalækningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf.
Spánn Lýtalækningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira