Sverrir á Ystafelli ætlar sér að stækka bílasafnið sitt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. september 2022 21:05 Sverrir á Ystafelli er magnaður maður, sem lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir fötlun sína. Vísir/Magnús Hlynur Þeim fjölgar og fjölgar alltaf bílunum á safninu á Ystafelli í Köldukinn hjá Sverri Ingólfssyni, sem ræður þar ríkjum. Safnið er sprungið og ætlar Sverrir, sem er í hjólastól, að fara að byggja nýjar byggingar til að stækka safnið og koma fleiri bílum þar inn. Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað. Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Sverrir veiktist alvarlega, sem ungur maður og lamaðist og er því í hjólastól. Dugnaðurinn í honum og hans fólki á Ystafelli með Samgönguminjasafnið er með ólíkindum. „Já, þetta er alltaf að þróast og alltaf að koma eitthvað meira. Og já, já, takk fyrir það, við fáum nokkuð góð viðbrögð hjá gestum, sem koma. Þetta er bara allskonar gamalt dót, fólk kemur með ótrúlegustu hluti og færir okkur,“ segir Sverrir. Góð aðsókn hefur verið á safnið í sumar.Vísir/Magnús Hlynur Einn af nýjustu bílum safnsins, vekur mikla athygli gesta. „Þetta er mjög sérstakur bíll, DeLorean 1981 módel og þessi bíll er bara keyrður 8 þúsund og er enn þá á upprifanlegum dekkjunum og er bara eins og ónotaður, eins og nýr.“ En hvað eru margir bílar á safninu? „Það eru eitthvað rúmlega hundrað bílar hérna inni og svo óræður fjöldi úti,“ segir Sverrir. Sverrir segir að safnið sé algjörlega sprungið og að nú verið að fara að byggja til að stækka það og koma fleiri bílum inn. Safnið hjá Sverri er allt hið glæsilegasta.Vísir/Magnús Hlynur En dugnaður Sverris í hjólastólnum, hann er ótrúlegur, það er varla neitt, sem hann getur ekki gert. „Tröppur stoppa mig náttúrulega en það er alltaf hægt að finna einhverja leið, maður reynir það. Stundum þegar maður er með hrokann í botni þá náttúrulega segir maður að þetta var ekkert smíðað með fótunum, þetta er smíðað með höndunum og ég er með aðra hendina í lagi,“ segir Sverrir og glottir út í annað.
Bílar Samgöngur Norðurþing Söfn Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira