Að hneppa þjóð í þrældóm Dagur Ingi Ólafsson skrifar 5. september 2022 11:00 Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fjármál heimilisins Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu mánuðum hefur seðlabankastjóri hert á snörunni, hægt og bítandi. Snörunni sem lögð var fyrir þjóðina snemma árs 2020 með gífurlegri stýrivaxtalækkunum sem náðu lágmarki árið 2021. Í felum lágu svo seðlabankastjóri, ásamt öðrum bankastjórum og stjórnendum fasteignafélaga. Þessir aðilar eru jú þeir sem einna helst vilja ginna sem flesta í gildruna. Gildran þessi er jú húsnæðisbólan sem að sjálfsögðu blés sig út með þessum stýrivaxtalækkunum. Með betri vaxtakjörum átti fleira fólk möguleika á að stækka við sig eða koma sér inná húsnæðismarkaðinn, enda er það ósk flestra að vera sínir eigin herrar í sínum eigin kastala. Steinsteypukastala sem svo oft er sagt að sé besta fjárfestingin hér á landi. Í framhaldi af lagningu gildrunnar fór landinn að kaupa og kaupa, og með þeirri gífurlegu aukningu eftirspurnar sem hefur átt sér stað hækkaði verð fasteigna ótrúlega hratt. Framboðið jókst nú ekki mikið. Fólk fór að yfirbjóða hvert annað, og allir hræddir við að missa af góðum kjörum, enda húsnæðisverð síhækkandi, dag frá degi. Hluti veiðimanna, Fasteignafélögin, voru einnig duglegir að auka við bólumyndum með því að yfirbjóða íbúðir, enda þeirra hagur að eignasafn þeirra hækki í verði. Sumir þurftu því að spenna bogann ansi duglega, og velja hina séríslensku nútíma hlekki, verðtryggð lán. Eins og veiðimennirnir sem taldir voru upp hér að ofan vita vel þá er fjármálalæsi hér á landi sem og í heiminum ósköp dapurt. Fólk er því margt tilbúið að stökkva á verðtryggð lán, enda horfa margir eingöngu á afborganir hvers mánaðar, en ekki heildarþróun skuldar yfir lánstíma. Veiðimaðurinn hvíslaði að bráðinni „festið vexti“ og „ekki taka verðtryggð lán“, og þó að hluti bráðarinnar hafi fælst frá snörunni, þá heyrðu fæstir þessi orð eins og vitað var. Bólumyndun hefur ekki eingöngu átt sér stað á húsnæðismarkaði undanfarin tvö ár. Það þarf eingöngu að líta á nokkur hlutabréfagröf íslenskra, sem og erlendra, fyrirtækja til að sjá hina miklu bólumyndun sem hefur átt sér stað. Það á fordæmalausum tímum mörkuðum af endalausum takmörkunum, vinnustoppi, heimavinnu og hvaðanæva. Hvernig má það vera að hlutabréf íslenskra fyrirtæki hafi margfaldast í virði á þessum tíma? Er það rökrétt þróun og stendur eitthvað undir henni, eða liggur eitthvað annað hér að baki? Svarið er innspýtingar seðlabankans og ríkisins inní fyrirtæki landsins og gífurleg aukning fjármagns í umferð. Seðlabankinn hefur jú verið duglegur í þeim efnum. Hvað gerist þegar að krónumagn í umferð eykst? Jú verðgildi krónunnar minnkar. Það verður þó að taka það fram að þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri. Sama þróun hefur átt sér stað í Bandaríkjunum sem og öðrum vestrænum ríkjum. Þessi bóla, ásamt vinnustöðvunum, sveiflum í framboði vara og flutningsvandamálum hefur valdið þeirri gífurlegu verðbólgu sem við erum nú að súpa seiðið af. Og á sama tíma hafa hlutabréf fjármagnseigenda margfaldast í virði og margur þeirra selt og komið fjármununum fyrir á betri stað, enda vita þeir í hvað stefnir. Með aukinni skuldsetningu, verðtryggingunni góðu og bestu vinkonu hennar verðbólgunni ásamt komandi kala á mörkuðum munu margar fjölskyldur vakna upp við vondan draum. Við höfum nefnilega ekkert lært frá síðasta hruni. Bankarnir munu taka íbúðir þeirra sem mest þöndu sig, eða verða svo óheppin að missa starfið í komandi efnahagslægð. Síðan munu leigufyrirtækin kaupa af bönkunum íbúðirnar, á ansi góðu verði. Með stækkun á eignarhlut hagnaðardrifinna leigufyrirtækja á íbúðarmarkaði verður enn einfaldara fyrir þau að stjórna leiguverði, eitthvað sem þau hafa nú nánast gert síðustu árin. Þannig hefur snaran verið hert og hlekkjunum komið á, ekki eingöngu á þá sem gengu í gildruna, heldur á komandi kynslóðir. Nema að pabbi þinn sé ríkur. Höfundur er verkfræðingur.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun