Hvað er að frétta hjá borgarstjórn? Ómar Már Jónsson skrifar 6. september 2022 10:01 Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nú þegar um þrír og hálfur mánuður frá því að ný borgarstjórn tók við keflinu er mikilvægt að fara yfir stöðuna. Hvað er að frétta, hvernig gengur? Það blasir við að það mætti ganga betur. Ömurleg er staða foreldra vegna brostina loforða um leikskólapláss, áframhaldandi skortur á íbúðum og lóðum til úthlutunar og alvarlegur skortur á viðhaldi á mannvirkjum og lagnakerfum borgarinnar svo fátt eitt sé nefnt. Á framkvæmdahlið borgarinnar er fátt að gerast. En hvernig gengur fjárhagslega? Fyrir kosningarnar í maí voru nokkrir, ekki margir þó, bæði úr meirihluta borgarinnar og einnig þekktur sveitarstjórnarmaður af Suðurlandi sem leituðust við að vitna til um styrka fjárhagsstöðu borgarinnar. Menn kepptust við að segja að þar væri ekkert til að hafa áhyggjur af, borgin væri fjárhagslega sterk. Nýlega lét borgarstjóri hafa eftir sér að: ,,Ársreikningur Reykjavíkur skilar gríðarlega sterkri niðurstöðu við krefjandi aðstæður.“ Nú þegar 6 mánaða uppgjör borgarinnar liggur fyrir að svo er ekki. Það sem blasir við er alvarleg fjárhagsleg staða og um leið óvissa um fjárhagslegt sjálfstæði hennar. Það er síðan annað mál, sem hefur verið viðvarandi hjá borginni, er hversu góða mynd gefa ársreikningar og árshlutauppgjör í raun af stöðunni. Það er eitt af meginverkefnum sveitarstjórna að segja satt og rétt frá fjárhagsstöðu hverju sinni. Það er verið að sýsla með skatttekjur borgaranna og eiga þeir rétt á því að ársreikningar skýri á sem gleggstan hátt frá því hvernig fjárhagurinn er hverju sinni. Ársreikningar eiga ekki að vera þannig að ,,hafa skal það sem betur hljómar”, heldur lifandi upplýsingatæki sem er samanburðarhæft við önnur sveitarfélög hér á landi sem og við þann rekstur sem heyrir undir EFTA eins og lög áskilja. Helstu tölur Rekstrartap A-hlutans fyrstu sex mánuði ársins eru tæpir 9 milljarðar króna eða um 12% af tekjum. Það er þrátt fyrir milljarða aukingu á fasteignatekjum vegna skorts á húsnæði. Veltufé frá rekstri er neikvætt um -5% sem þýðir einfaldlega að það þarf að taka lán fyrir öllum fjárfestingum, öllum afborgunum lána og um 5% af rekstrarútgjöldum. Reiknaður hagnaður Félagsbústaða vegna hækkunar á fasteignamati nemur um 20 milljörðum króna á síðasta ári. Það eru ekki tekjur í banka, heldur reiknuð ágiskuð stærð sem leiðir til þess að samstæðureikningurinn sýnir mun betri niðurstöðu fyrir vikið en raunin er. Langtímaskuldir milli ára jukust um 41 milljarða á síðasta ári sem virðist vera það eina sem borgarstjórn er fær um að gera við þessar aðstæður. Gjörningur sem mun einungis auka við núverandi vanda. Við uppgjörsaðferð borgarinnar, að reikna hækkun á verðmati eigna sem tekjur, hafa verið gerðar alvarlegar athugasemdir sem eru til sérstakrar skoðunar hjá eftirlitsnefnd EFTA. Þannig er óheimilt að fela hallarekstur samstæðunnar með fegrun vegna ytri markaðssaðstæða hverju sinni, síst hjá opinberri rekstrareiningu. Allur rekstur skal notast við varfærnisreglu þegar kemur að því að færa virði eigna. Niðurstaðan sýnir að ef engin veruleg breyting hefur orðið á fjárhagsstöðu borgarinnar nú þegar komið er fram á níunda mánuð ársins þá er það alvarlegur hlutur vegna þess að í framangreindri upptalningu eru sterkar vísbendingar um að borgin sé í raun ekki hæf til að sinna lögbundnum verkefnum sínum, viðhaldsverkefnum eða annarri lögbundinni þjónustu, nema með áframhaldandi lántökum. Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2021 og árshlutauppgjöri fyrir fyrstu sex mánuði ársins virðist lítið vera í fréttum er varðar jákvæða breytingu á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og er það miður. Hún er í sama fasa og a.m.k. síðustu átta ár. Það sem gæti mögulega orðið í fréttum á komandi mánuðum er að eftirlitnefnd með fjármálum sveitarfélaga banki upp á hjá borgarstjórn og gangi heldur lengra en að spyrja einungis hvað sé að frétta. Höfundur er framkvæmdastjóri og efsti maður á lista Miðflokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun