Dalvíkingurinn skrifaði undir þriggja ára samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu.
Nökkvi Thorisson
— K. Beerschot V.A. (@kbeerschotva) September 6, 2022
3 seizoenen (+1)
@KAakureyri
IJslander
23 jaar
Spits #WeAre13 #ErreaSport #WelcomeNökkvi pic.twitter.com/XOhtNj3pdA
Nökkvi lék sinn síðasta leik fyrir KA þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Fram á sunnudaginn. Hann er markahæstur í Bestu deildinni með sautján mörk. Auk þess skoraði hann sex mörk í Mjólkurbikarnum þar sem KA-menn komust í undanúrslit.
Beerschot er í 2. sæti belgísku B-deildarinnar með sjö stig eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Lommel á föstudaginn.
Nökkvi er þriðji Íslendingurinn sem semur við Beerschot. Guðmundur Benediktsson var á mála hjá félaginu á árunum 1991-94 en þá hét það Germinal Ekeren. Jón Guðni Fjóluson lék svo með liðinu 2011-12.