Engin tilboð bárust í Vífilsstaði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 13:42 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Engin tilboð bárust í starfsemi öldunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum í Garðabæ, og því verður ekkert af útboði á henni á þessu ári. Heilbrigðisráðherra segir að áhugi fyrir rekstrinum verði áfram kannaður. Um sé að ræða starfsemi sem Landspítalinn eigi ekki að vera í. „Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan. Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
„Við auglýstum þetta og kölluðum eftir rekstraraðilum. Það voru einhverjir sem sýndu áhuga en gerðu ekki tilboð. Þetta er bara svona í biðstöðu. Það sem er mikilvægast í þessu er að þetta gerist í samvinnu við Landspítalann, sem er með reksturinn, og með nægjanlega góðum fyrirvara gagnvart starfsfólkinu. Þannig að það verður ekkert úr þessu á þessu ári,“ sagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Áhugi á starfseminni verði þó áfram kannaður, því viðlíka starfsemi og nú er á Vífilsstöðum verði það ekki til frambúðar. „Við erum kannski að tala um einhver fjögur ár í þessu húsnæði, en á sama tíma verðum við að byggja upp þjónustu,“ sagði Willum, og bætti því við að hann vissi ekki nákvæmlega hvað kæmi í staðinn á Vífilsstöðum. Barátta um takmarkaðan mannauð Þrátt fyrir að engin tilboð hafi borist í starfsemi Vífilsstaða sé engu að síður áhugi fyrir því að sinna öldruðu fólki. „Við eigum auðvitað fjölmarga aðila sem gera það, og gera það mjög vel. Við erum öll að keppast um raunverulega takmarkaðan mannauð, og þurfum einhvern veginn að finna fleti á því að vinna þetta betur saman.“ Það sé þrautinni þyngra að manna starfsemi sem tekin er yfir með þeim hætti sem fyrirhugað var að Vífilsstaðir yrðu. „Fyrir Landspítalann þá er þetta auðvitað, eins og kemur fram í McKinsey-skýrslu, rekstur sem spítalinn á ekki að vera að standa í.“ Starfsfólki létt Á Vífilsstöðum er tekið á móti sjúklingum sem hafa lokið meðferð á Landspítala og bíða þess að fá flutning á hjúkrunarheimili. Í samtali við fréttastofu sagði Kristófer Ingi Svavarsson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, að starfsfólki sé létt að ekkert verði af útboðinu um sinn og að óvissu um það hafi verið eytt. Starfsfólk búi margt í grennd við Vífilsstaði og hafi síður viljað vera fært til í starfi langt frá heimili sínu. Í skoðanagrein sem Kristófer ritaði á Vísi á dögunum fór hann hörðum orðum um fyrirhugað útboð, en hana má nálgast hér að neðan.
Landspítalinn Eldri borgarar Garðabær Hjúkrunarheimili Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira