Lokað á tónleikahald vegna kvartana íbúa: „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2022 23:18 Listahópurinn hefur starfað í rýminu í um tvö ár og hleypt þar að hinum ýmsu listamönnum sem vilja spreyta sig og halda sýningar, tónleika og margt fleira. vísir/sigurjón Íbúar í Skerjafirði hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í gamalli skemmu. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, sem kemur flatt upp á leigjendur rýmisins. Þeir segjast hafa fengið að leigja rýmið af borginni einmitt til að halda þar viðburði. Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður. Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður.
Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira