„Vorum grátlega nálægt þessu“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 21:15 Þorsteinn var stoltur af leikmönnum sínum eftir leik kvöldsins. Alex Livesey/Getty Images Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Holland skoraði þegar aðeins 90 sekúndur voru eftir af leiknum og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM. Íslenska liðinu hefði dugað jafntefli en liðið þarf nú að fara í gegnum umspil til að komast á HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. „Það er lítið hægt að segja. Við lögðum allt í þetta og vorum grátlega nálægt að ná þessu á endanum. Auðvitað var Holland betri en við úti á vellinum en við vorum nálægt því að ná að hanga á þessu,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Hollenska liðið kom af miklum krafti inn í leikinn og rak íslenska liðið. Þær komust þó sjaldan í gegnum íslensku vörnina og ef það tókst þá var Sandra Sigurðardóttir í banastuði þar á bakvið. „Við unnum fullt af boltum inn í teig, náðum að hreinsa trekk í trekk en á endanum var það einn skalli sem kláraði leikinn þegar það voru 90 sekúndur til leiksloka, það er ótrúlega sárt. Við ætluðum okkur að ná í eitt stig eða meira en svona er þetta bara.“ „Við gerðum ákveðnar breytingar í hálfleik sem þrýstu þeim í að þurfa gefa fyrir utan af kanti. Það skapaði ekki mikil vandamál fyrir okkur og við unnum flest alla bolta sem komu inn á teig. Þær fengu einhver færi og náðu skalla í slá en við vorum að verjast vel og Sandra greip vel inn í þegar þess þurfti. Það eru auðvitað gríðarleg vonbrigði að þessi eini bolti hafi lekið inn.“ „Það er alveg sama hvernig hefur gengið í fótboltaleik, ef það er 0-0 og aðeins 90 sekúndur eftir þá eru alltaf gríðarleg vonbrigði að tapa,“ sagði Þorsteinn að endingu um leikinn áður en hann var spurður út í umspilið sem fram fer í október. „Þurfum að kyngja þessu og mæta tvíefld til leiks inn í umspilið. Við vissum fyrir fram að þessi riðill gæti endað með úrslitaleik í Hollandi. Við fórum í hann og gáfum allt sem við áttum. Ég er mjög stoltur af leikmönnum, þær gáfu allt í þetta. Get ekki kvartað yfir þeirra frammistöðu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að lokum. Klippa: Þorsteinn Halldórsson eftir grátlegt tap í Hollandi
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00